Uppskrift – Salsadýfa í hollari kantinum

Uppskrift – Salsadýfa í hollari kantinum

Ég er svo lánsöm að vera partur af nokkrum saumaklúbbum og smakka þar allskonar rétti, mat og kökur. Um daginn smakkaði ég ótrúlega góða salsa ídýfu sem ég trúði eiginlega ekki hversu einföld var í undirbúning.
Ég fékk uppskriftina og ætla að deila henni með ykkur.

Innihald:

Salsa sósa
Kotasæla
Grænmeti eftir smekk
Doritos eða aðrar snakkflögur

Aðferð:

Salsasósunni og kotasælunni er blandað saman (í hlutföllunum 2 af salsa á móti 1 af kotasælu), blöndunni er svo dreift jafnt í botninn á eldföstumóti eða ílátinu sem bera réttinn fram í.
Næst er kál, gúrka, paprika og laukur (eða það grænmeti sem til er í ísskápnum) skorið niður og dreift yfir salsasósublönduna.

Rétturinn er svo bara tilbúinn! Mér finnst frábært að bera hann fram með Doritos snakki.

Verði ykkur að góðu.

 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku