Uppáhalds súkkulaðibitakökurnar

Uppáhalds súkkulaðibitakökurnar

Síðustu ár hef ég prófað þó nokkrar uppskriftir af súkkulaðibita kökum, þær hafa ýmist verið of harðar eða of mjúkar. Það sem mér finnst best þegar kemur að súkkulaðibitakökum er að þær séu mjúkar í miðjunni en stökkar á endunum.

Svo fyrir tveimur árum síðan fann ég loksins uppskriftina sem mér finnst alveg fullkomin. Ég baka þessar nokkrum sinnum á ári en passa sérstaklega að eiga þær alltaf í kringum jólin. Nú fer að líða að jólabakstri og því fannst mér tilvalið að deila uppskriftinni minni með ykkur.  Ég mæli með því að þið prófið þessar.

2 1/2 bolli hveiti
1 bolli púðursykur
1/2 bolli sykur
2 egg
250 gr. smjör (mjúkt)
1 tsk salt
1/2 tsk matarsódi
2 tsk vanilludropar
1 bolli súkkulaðibitar (fer eftir smekk)

1. Smjöri, púðursykri og sykri er hrært saman þar til blandan verður létt og ljós.
2. Eggjum bætt útí og hrært í u.þ.b. 2 mínútur.
3. Salti, matarsóda og vanilludropum bætt saman við.
4. Hveiti hrært saman við og að lokum er súkkulaðibitunum hrært saman við.
5. Bakað við 175°C í 8-11 mínútur.
6. Passið að taka kökurnar strax af plötunni og setja á grind á meðan þær kólna.

img_6434

sylvia

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.