Uppáhalds spagettí rétturinn!

Uppáhalds spagettí rétturinn!

 

Ég elska pasta, ég sennilega gæti lifað á pasta eingöngu!
Mig langar að deila með ykkur mínum uppáhalds spagettí rétt sem er svo ótrúlega auðveldur en góður.

1 bréf beikon
1 pakki sveppir
1-2 hvítlaukar
150gr. parmesan
ólívuolía
salt og pipar
Steinselja
500gr. spagettí

1. Beikon sett í ofninn við 200 gráður þar til það verður stökkt.
2.Spagettí er soðið
3. Hvítlaukur og sveppir steikt upp úr ólívuolíu.
4.Spagettí og beikoni bætt útá pönnuna ásamt smá ólívuolíu, salti og pipar.
5. Parmesan hrært saman við og steinselju stráð yfir.

Svo er auðvitað nauðsynlegt að bæta nóg parmesan á diskinn fyrir parmesanfíkla eins og mig.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.