Uppáhalds pelarnir okkar

Uppáhalds pelarnir okkar

Frá því að Marín Helga fæddist hefur hún þurft ábót með pela en það varð svolítill vítahringur þar sem hún er svo viðkvæm í maganum að hún átti það til að vera mjög örg eftir pelann. Við vorum búin að prófa tvær tegundir af pelum þegar við ákváðum að prófa difrax pelana. Ég hafði heyrt góða hluti og var spennt að sjá hvort að þeir yrðu betri fyrir Marín. Fyrstu 2 vikurnar sem við vorum að prófa pelana vorum við eiginlega ekki að trúa því hversu vel þeir virkuðu, við meira að segja prófuðum að skipta aftur yfir í hina pelana til að sjá hvort það væri munur og um leið varð hún mjög örg. Bæði kom of mikið úr hinum pelunum og hún fylltist af lofti. Það sem mér fannst enn furðulegra er að hún gleypti meira loft þegar ég gaf henni brjóst heldur en með pelann. Ég get því ekki annað en mælt algjörlega með þessum pelum því við erum alveg í skýjunum með þá.

Það sem er öðruvísi við þessa pela heldur en aðra er að þeir eru með svokallað anti-colic lok á botninum og pelinn er S-laga. Það gerir það að verkum að flæðið verður jafnara og barnið gleypir minna loft.  Ég set myndband hér að neðan sem sýnir hvernig þetta virkar.

Nú eru  liðnir 2 mánuðir síðan við byrjuðum að nota pelana, Marín er nánast alfarið komin á pela núna, engir magakrampar eftir pelann og hún alsæl eftir gjafir. Ég hefði viljað vera með þessa pela þegar Anna Hrafnhildur var lítil!
Pelinn hefur unnið fjöldann allan af verðlaunum sem ég skil óskup vel.

 

Fyrir rúmlega viku síðan fór ég svo og fjárfesti í pelahitaranum frá Difrax. Af hverju var ég ekki löngu búin að því? Þessi pelahitari er guðs gjöf ég get svo svarið það!
Ég tek hann með mér allt, það er svo auðvelt að skella honum í samband og eftir örfáar mínútur er tilbúin peli með fullkomnu hitastigi og ekki er nú verra að það megi setja brjóstamjólk í hann líka. Loks get ég hætt að hita brjóstamjólkina undir heitu vatni og vera vesenast með þurrmjólkina í örbylgjuofninum.

Ég mæli hiklaust með Difrax vörunum, þær eru að reynast okkur ótrúlega vel!

Hér getið þið lesið meira um Difrax vörurnar og séð útsölustaði

Þið getið fylgst með mér á snappinu:

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.