Uppáhalds “leti”farðinn minn!

Uppáhalds “leti”farðinn minn!

Færslan er ekki kostuð

Ég er að taka mig á í því að nota farða á andlitið á mér alla daga, í kuldanum sem ríkir núna er það ekki bara til að lúkka vel heldur bráðnauðsynlegt til að verja húðina. Því miður er þetta samt það fyrsta sem dettur útaf listanum þegar allir eru seinir fyrir á morgnana og verða að vera fullklæddir og helst búnir að tannbursta kl 07:45!

Í þessum tilfellum nota ég uppáhalds letifarðann minn, og ég kalla þetta letifarða vegna þess að þessir “svampa”farðar eða cushion farðar koma með svampi með, það er ekkert annað en að dýfa smá í farðann og smyrja á sig..engin þörf fyrir beautyblender, bursta og dúllerí! Ég set hann á mig á ca 15 sek þess vegna bara í bílnum en umbúðirnar koma með spegli á, gæti ekki hentað manni betur 🙂

😍😍😍 #lancome #makeup #makeupaddict #teintidolecushion

A post shared by Ásta H (@astahermanns) on

Eins og þið sjáið kemur farðinn í dásamlega fallegum umbúðum sem ég nældi mér í þegar boðið var uppá merkingu á boxinu, það er hægt að fá fyllingu á boxið þannig að þarf bara einu sinni að kaupa það en farðinn er frá Lancóme og heitir Teint Idol Ultra Cushion en ég á sama farða líka í klassísku glerflöskunni, elska sem sagt þennan farða!
Cushion farðinn er með semi-matta áferð, þarf ekki að púðra yfir hann, þekur miðlungs vel (amk á minni húðgerð, en ég er oft frekar rauð) og endist vel.

 

Ég mæli svo mikið með þessum farða og hvet ykkur sem eruð í svipaðri stöðu og ég, að ná ekki alltaf að klára förðunina á réttum tíma að splæsa í einn svona til að eiga í veskinu 🙂

 

 

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.