Í uppáhaldi: All in one glow

Í uppáhaldi: All in one glow

Varan sem fjallað er um var send sem gjöf óháð umfjöllun.

 

Ég fékk þennan nýja farða frá YSL sendann til mín fyrir svolitlu síðan. Mér finnst ofboðslega gaman að prófa nýja farða, sérstaklega þegar það er ennþá vetur,kalt og vindur úti sem krefst mikils af farðanum.

Eins og nafnið gefur til kynna á farðinn að gefa húðinni ljómandi áferð og er með meðalþekju, gefur mikinn raka og er olíulaus.
Þessi farði var eiginlega ást við fyrstu notkun!
Hann er dásamlega léttur á húðinni, gefur svo sannarlega ljómandi áferð, mér tekst að byggja upp nánast fulla þekju (ég nota bursta í þennan farða) og hann endist ótrúlega vel á húðinni.
Ég vinn í þannig umhverfi að ég er til skiptis úti og inni, utandyra í kulda/hita og inni í loftlitlu skrifstofurými. Ég þarf ekki að bæta á hann yfir daginn en ég púðra örlítið á nefið og ennið.

Ég er líka mjög sátt með umbúðirnar þar sem þær eru ferðavænni en aðrir farðar frá merkinu og að sjálfsögðu eru þær áfram fallegar og prýða snyrtiaðstöðuna eða baðherbergið manns vel!

Að lokum:
Eftir töluverða notkun þá er þetta farðinn sem ég teygi mig alltaf í á morgnana. Hann fær topp einkunn frá mér og kom mér ótrúlega mikið á óvart, ég veit ekki alveg hverju ég átti von á, en klárlega ekki þessu!

Á myndunum hér að ofan er ég eingöngu með farðann á mér, hvorki primer,púður eða annað sem hefur áhrif á hvernig farðinn kemur út. Það er enginn filter á myndunum.
Eruð þið að sjá fallega ljómann? Ég er ástfangin af þessum farða!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.