Í uppáhaldi frá Urban Decay!

Í uppáhaldi frá Urban Decay!

Það er konukvöld Smáralindar í kvöld og í tilefni þess eru allar vörur frá Urban Decay á 20% afslætti í dag/kvöld!
Ef það er ekki tilefni til að drífa sig og annað hvort prófa eitthvað nýtt eða fylla á lagerinn af sinni uppáhaldsvöru þá veit ég ekki hvað 🙂

Hér koma mínar uppáhalds!

Naked ultimate basics palletta: Dásamleg palletta sem er hægt að nota í allar farðanir! Fullkomnir blöndunarlitir í bland við dekkri og dimmari liti.
Naked skin hyljari: Minn uppáhalds hyljari! Þekur mjög vel og fer ekki í kekki ef ég nota hann yfir litaleiðréttingar lit. Mjúkur og blandast vel út!
All nighter setting sprey: Það allra besta setting sprey sem ég hef prófað! Ég vinn langar (og sveittar) barvaktir og förðunin helst pikkföst á í gegnum súrt og sætt 😉
Vice mettalic varalitir: Mjúkir og litsterkir varalitir sem endast lengi á vörunum! Ef þú fílar hefðbundna varaliti þá mæli ég með að prófa þessa týpu.
Pervision maskari: Það tók nokkrar tilraunir til að fíla þennan, en eftir þessi klassísku 10 skipti sem það tekur glænýjan maskara að verða góður þá fór ég að elska hann. Hann er frekar blautur en burstinn er stór og djúsí!
Naked skin color corrector: Ég elska ferskjulitinn! Tekur bláma og minnkar mömmubaugana mína til muna 🙂 Fullkominn undir Naked skin hyljarann og rennur ekkert til!

HÉR getið þið séð dagskránna og afslættina sem eru í boði í Smáralind í kvöld 🙂

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.