Top 5 úr jóladagatali Biotherm

Top 5 úr jóladagatali Biotherm

Höfundur fékk jóladagatalið að gjöf óháð umfjöllun

Ég var svo lukkuleg að fá að opna dagatal frá Biotherm í samstarfi við Terma heildverslun í desember og þar með fá tækifæri til að prófa nýjar vörur frá merkinu.
Ég hef alltaf verið aðdáandi Biotherm en oft festist maður í sömu vörunum og þarna uppgötvaði ég merkið svolítið uppá nýtt.

Ég fókusaði á að prófa fáar vörur í einu og langar að segja ykkur frá mínum top 5 vörum sem leyndust bakvið gluggana í dagatalinu, vörurnar eru bæði fyrir líkama og andlit.

 

  1. Lait Corporel anti-drying body cream. Þetta líkamskrem hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og ég vel það aftur og aftur þegar mig vantar gott krem á líkamann. Kremið er þykkt, mildur sítrusilmur og það fer fljótt inn í húðina, það kemur í stórri krukku og dugar lengi!

    2. Total renew oil hreinsiolía fyrir andlit. Ég ELSKA þennan hreinsi! Ég verð auðveldlega pirruð í húðinni og ertist af hreinsum en þessi er mjög mildur, nánast engin lykt af honum og þegar olían kemst í snertingu við vatn freyðir hann létt. Eftir micellar vatn fer ég tvær umferðir með þessum hreinsi, það þarf lítið af honum og þessi 30ml prufa dugði mér lúmskt lengi.

    3. Aquasource Everplump andlitskrem. Létt andlitskrem sem fer fljótt inní húðina, léttur og ferskur ilmur og kremið er örlítið kælandi líka. Kremið gefur húðinni fyllingu og raka, kemur úr hinni frábæru Aquasource línu sem Biotherm er mjög þekkt fyrir. Kærastinn hefur stolist í þetta krem hjá mér og elskar það jafnmikið og ég!

    4. Aquasource Night Spa, næturkrem. Það tók mig nokkur skipti að venjast lyktinni af kreminu en það hefur mjög ákveðna lykt af Life plantkons innihaldsefninu. Kremið er hannað þannig að það skilur eftir filmu á húðinni sem líkir eftir því að maður sofni með maska á sér, ég set gott serum undir og húðin verður ótrúlega mjúk.

    5. Lait de Gommage, kornakrem fyrir líkamann. Vá hvað þessi vara kom mér á óvart! Ég veit eiginlega ekki á hverju ég átti von en þessi mildi kornaskrúbbur fyrir líkamann er með kremáferð sem freyðir örlítið þegar hann kemst í snertingu við vatn. Kornin eru hringlaga og rífa ekkert í húðina og kremið í vörunni virkar eins og sturtusápa. Eina sem ég væri til í að hafa öðruvísi eru umbúðirnar, ég fíla persónulega betur þegar kornakrem eru í krukkum.

Ég er með þurra húðgerð, verð auðveldlega rauð og viðkvæm í andlitinu ásamt því að ertast auðveldlega (í stuttu máli viðkvæm), ég verð 35ára á árinu og fyrir “löngu” byrjuð að nota vörur sem henta húð sem er byrjuð að eldast.

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.