Top 10: www.fotia.is

Top 10: www.fotia.is

Færslan er ekki kostuð
Stjörnumerktar vörur voru sendar sem sýnishorn óháð umfjöllun

Á Skírdag var ég gesta snappari á Fotia snappinu! Ég skemmti mér ekki lítið og fékk loksins alvöru útrás fyrir að tala um húðina og hvernig megi sinna henni vel, prófa nýjar vörur og sýna “gömul” uppáhöld 🙂

Að þessu tilefni langar mig að sýna ykkur tíu uppáhalds vörurnar mínar frá versluninni, bæði förðunarvörur og húðvörur.

Mario Badescu Eye make up remover cream: Hálfgert vaselín sem að bræðir augnförðunina af! Er að klára dós númer 2 og á pottþétt eftir að versla mér aðra. Fæst HÉR
Mario Badescu Drying lotion: Þessi undravara er ofnotuð á mínu heimili! Um leið og maður heldur að bóla sé að myndast þá setur maður vöruna á svæðið, bæði til að sótthreinsa og vonandi drepa vinkonuna 😉 Fæst HÉR

Mario Badescu Seaweed cleansing soap: Hreinsisápa sem hentar fyrir þurra/viðkvæma húð. Inniheldur “korn” úr þörungum sem létt djúphreinsa húðina án þess að erta hana. Þessa vöru má nota kvölds og morgna! Fæst HÉR
*First aid beauty Ultra repair hydrating serum: Létt og frekar gelkennt serum sem gefur mikinn raka. Hentar fullkomlega fyrir mjög þurra húð sem vantar extra “kikk”! Fæst HÉR
*First aid beauty Ultra repair cream: Þykkt og fáránlega næringarmikið krem sem má nota bæði á andlit og líkama! Þetta hentar mjög þurri húð einstaklega vel og ég nota það óspart á líkamann líka, en það er fullt mikið fyrir mína húðgerð þegar húðin er í góðu jafnvægi. Fæst HÉR (en er til í fleiri stærðum og gerðum)

*L.A. Girl Pro coverage illuminating foundation: Svo fáránlegaO skemmtilegur farði sem kom mér ótrúlega á óvart! Þekur mjög vel, myndast mjög vel, lítil lykt og er ódýr! Helsti gallinn fyrir mína húðgerð er að ég þarf að setja hann frekar vel, en ef ég geri það þá endist hann að eilífu amen á húðinni! Fæst HÉR

*L.A. Girl Shady slim brow penzil: Eins og annað frá merkinu þá er þessi vara algjör snilld! Það sem heillar mig mest er hvað blýanturinn er ótrúlega mjór og auðvelt að búa til gervihár og móta línuna á augabrúnunum. Þennan nota ég alltaf hversdags þegar ég þarf að móta brúnirnar á sem stystum tíma! Fæst HÉR
*Colored raine Queen of hearts pallette: Ó þessi palletta og þessir augnskuggar! Ef ykkur langar að prófa en viljið ekki splæsa strax í pallettuna þá mæli ég líka 100% með stöku skuggunum sem ég hef keypt mér nokkra af eftir að ég fékk pallettuna. Litsterkir og ótrúlega mjúkir augnskuggar. Pallettan fæst HÉR og HÉR má skoða stöku skuggana!
OFRA Highlighters: Ég mæli með þeim öllum og gef ykkur því link á pallettuna sem var að lenda frá merkinu! Þar má neflilega fá þá alla saman og bronzera í “kaupbæti” 🙂 HÉR fæst þessi fallega palletta!
*Colored raine liquid lipsticks: Ég elska hvað þessir ná að haldast lengi á mér án þess að þurrka á mér varirnar. Uppáhaldsliturinn er Bachelorette en The coffee shop collection er líka gordjöss og ég hlakka til að prófa fleiri liti í því safni 🙂 HÉR má skoða varalitina!

Endilega fylgist svo með snappinu hjá Fotia dömum ef þið hafið áhuga á snyrtivörum, þið finnið þær undir notendanafninu fotiais 🙂

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.