Tilraun fyrir ungt vísindafólk – Rúsínudans

Tilraun fyrir ungt vísindafólk – Rúsínudans

Við mæðgur gerðum tilraun um helgina og ég sýndi frá henni á instastory hjá mér (finnið mig undir @bara_87 á instagram) og ég má til með að deila henni hérna líka.

Tilraunin heitir “Rúsínudans” og snýst um að fá rúsínur til að dansa.

Það sem þarf í tilraunina er: 

 • Rúsínur
 • Hátt og mjótt glas/vasi
 • Glær/ljós gosdrykkur
  • td. Sprite eða 7up
  • Fleiri glærir drykkir til að hafa samanburð

Við notuðum Sódavatn, Sprite zero, 7up og venjulegt vatn

Unga vísindakonan mín fór yfir niðurstöðurnar, hún sá um að hella vatninu í glasið en ég sá um að hella öllum gosdrykkjunum þar sem það er best að passa að sem mest gos fari með í glösin, svo það þarf að hella varlega.

Hún var svo umsjónakona yfir rúsínunum og sá um að setja þær ofaní öll glösin.

Niðurstöðurnar:

 • 7up-ið virkaði LANG best, rúsínurnar dönsuðu og dönsuðu upp og niður glasið.
 • Sprite zero var í “öðru sæti”, rúsínurnar dönsuðu, en ekki eins vel og þegar sykurinn í 7up-inu
 • Sóda vatnið fékk 1-2 rúsínur til að dansa þegar það var verið að setja þær ofaní fyrst en svo enduðu þær allar á botninum
 • Venjulegt vatn fékk þær allar til að enda beint á botninum

Þetta var mjög skemmtileg tilraun og gaman að hafa fleiri en einn vökva til að sjá samanburðinn.

 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku