Tvö ár í röð gerði ég þau mistök að láta Kristínu Hebu aðlagast okkar jólum frekar en að aðlaga jólin að henni.
Sex jólaboð á þremur dögum, of stuttir lúrar, stress og þreyta einkenndu síðustu jól og í ár ætla ég sko ekki að taka þátt í þessu, þriðju jólin í röð!
Í ár ætlum við að halda okkar rólegheita jól, fyrstu jólin okkar þriggja saman og ég hlakka mikið til.
Hvað verður í matinn eða í hverju við verðum eða hvort pakkarnir verða opnaðir á aðfangadagskvöld eða í nokkrum hollum einhverja daga á eftir er ekkert aðalatriði bara á meðan allir eru í góðu skapi og líður vel.
Þessi jól munu einkennast af afslöppun og söfnun ljúfra minninga og munu að mestu leyti ráðast af því hvernig liggur á litlu fröken fix!
Ef hún verður vel upplögð getur vel verið að við nennum að rífa okkur úr náttfötunum og látum sjá okkur í einhverju boðinu en ef ekki er vinum og velunnurum að sjálfsögðu velkomið og eindregið hvattir til að líta við hjá okkur í eins og einn bolla.
Vekja barnið snemma úr lúr og troða henni trylltri í sparidress nr. 17 á jafnmörgum dögum?
Nei takk! Aldrei aftur……

