Tax-free dagar í Hagkaup!

Tax-free dagar í Hagkaup!

Það eru Tax-free dagar í verslunum Hagkaupa og ég mátti til með að gefa ykkur nokkrar hugmyndir af snyrtivörum til að bæta í safnið ykkar 🙂

Þetta eru allt vörur sem henta minni húðgerð sem er þurr og viðkvæm, en einhverjar þeirra henta öllum húðgerðum!

Clinique city block purifying charcoal cleansing gel: Andlitshreinsir sem hentar öllum húðgerðum. Hreinsar húðina ótrúlega vel og skilur hana eftir silkimjúka. Mæli með að nota toner eftir þennan hreinsi til að ná öllum hreinsi í burtu og loka húðinni.
Biotherm Eau micellar water: Letinginn! Hentar til að taka allan farða af og ég nota hann sem fyrsta skref í húðhreinsun og hann er fullkominn ef maður nennir ekki að þvo húðina en þarf auðvitað að taka farðann af eftir daginn.
Lancóme Grandiosé extreme: Uppáhalds maskarinn minn og ég er sennilega á númer 10 núna!! Frábær fyrir þær sem vilja dramatísk augnhár alla daga 🙂
Touche éclat consealer: Þessi iconic snyrtivara á 25ára afmæli á árinu og ég mæli svo sannarlega með að næla sér í afmælisútgáfuna sem er þessi fallega með stjörnunum á! Ég á nú þegar tvo limited edition og safna þessum elskum 😉
Urban Decay naked consealer: Geggjaður hyljari þegar ástandið er slæmt og það þarf að fela mikið 😉 Mæli svo sannarlega líka með color correct línunni þeirra!
Lancóme Teint idol ultra wear foundation: Frábær farði með létta til milli þekju sem auðvelt er að byggja upp. Ég gríp mikið í þennan hversdags, hann endist vel á húðinni og mér líður aldrei eins og ég sé meikuð! Eini gallinn er glerumbúðir en ég ferðast “sem betur fer” lítið með hann 🙂
Glamglow Dreamduo: Frábær, FRÁBÆR rakabomba!! Leave-on maski sem allir með þurra húð þurfa að eiga:)
Essie naglalakk: Skyldueign! Ef þú hefur ekki prófað Essie lökkin mæli ég með því ekki seinna en strax!
Lancóme La rouge lipstick: Klassískur kremaður varalitur sem gefur vörunum næringu og litaúrvalið er frábært! Ef þú ert ekki fyrir matta fljótandi varaliti mæli ég sko með þessum!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.