Tanntökustríð

Tanntökustríð

Núna síðustu vikur hefur staðið yfir svokallað tanntökustríð  og stendur enn yfir.  Það eru komnar 2 tennur upp og eflaust fleiri á leiðinni miðað við tannpirring og vanlíðan hjá henni. Hér er allt reynt svo henni líði betur og ætla ég að segja ykkur frá nokkrum hlutum sem eru að reynast okkur best.

Fæðunet með frosnum ávexti.
Við eigum fæðunet frá Munchkin sem Marín finnst ótrúlega gott að fá frosin ávöxt í til að naga. Ég set yfirleitt epli eða banana í frysti og skelli svo í netið og leyfi henni að naga sjálf. Þetta virðist róa hana töluvert í tannpirringi.

Nagdót frá Difrax
Marín Helga á tvennt nagdót frá Difrax, kórónuna endist hún lengst með þegar hún er að naga þar sem hún nær svo góðu taki á henni og þar eru margar spennandi áferðir. Hún á líka kúrudulu naghring sem henni finnst gott að naga, mjög gott að skella naghringnum í frysti og skola hann svo létt áður en ég læt hana hafa hann.

Cheerios
Það er eitthvað við grófu áferðina sem er gott þegar það er kláði í gómnum, Marín elskar að japla á cheerios-i yfir daginn þegar hún er pirruð í munninum.

Snuddan í frysti
Ég á nokkur MAM snuð, ég set vatn í túttuna á snuðinu, skelli því í frysti og leyfi henni svo að sjúga það. Passa bara vel að skola það áður og set snuddurnar í poka áður en ég set þær í frysti eins með annað nagdót sem ég frysti.

Tanntökugel
Mamma keypti fyrir mig tanntökugel í apótekinu sem hefur verið að reynast vel, það má gefa það 2-4 sinnum á dag og það virðist deyfa gómin töluvert þegar ég gef henni gelið. Hef ekki oft notað það en í þau skipti sem hún hefur fengið það róast hún.

Kaldur þvottapoki
Gott er að bleyta þvottapoka og setja í kæli, passa mig á að setja hann í poka fyrst. Hún nær góðu haldi á þvottapokanum og finnst mjög gott að fá að naga hann kaldann.

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.