Sunnudagsfræðslan með Sigurjóni Erni

Sunnudagsfræðslan með Sigurjóni Erni

Þessi færsla er sú fyrsta í nýjum föstum lið hjá Ynjum, sunnudagsfræðslan með þjálfaranum og íþróttamanninum Sigurjóni Erni!
Af hverju?

Okkur langar að heilsa og vellíðan fái meira pláss hjá okkur á blogginu og þegar við settum okkur í samband við Sigurjón var hann meira en til í að tilheyra blogginu okkar og aðstoða þær sem vildu að setja sér ný markmið og ná þeim á skynsamlegan og heilbrigðan hátt (þið munið lesa meira um það síðar)!

Í þessu fyrsta fræðslubloggi fer Sigurjón yfir mikilvæga þætti sem þarf að tileinka sér til að leiðin að árangrinum verði greiðari.
Við gefum honum orðið og hlökkum til að birta meira efni næstu sunnudaga!

Leiðin til árangurs

Flestir ef ekki allir hafa sameiginlegan hlut sem þeir þrá að ná sama hvaða sviði þeir eru inná…..Árangur !!!

Hvort sem þú ert að vinna, æfa, þjálfa, borða, læra eða baka viltu alltaf ná hámarks árangri og gera eins vel og þú getur….. Lífið er í raun hálfgerð þrautabraut þar sem þú ræður hvar þú endar og hversu hátt þú ætlar þér og hversu hratt þú ferð í gegn. Til eru margar leiðir í gegnum brautinna sem hafa allar óvæntar hindranir á leiðini… Þessar hindranir eru mis erfiðar og geta tekið langan tíma að sigrast á, en allar eru þær þó yfirstíganlegar !!! Nokkrir þættir eiga það sameiginlegt að getað auðveldað okkur mikið áskoranir lífsins og eru þessir þættir á allra manna færi að tileinka sér.

1. Skipulagning:
– Það að vera vel skipulagður hjálpar þér alltaf í lífinnu sama hvaða svið við horfum til: borða rétt, ná takmarki í æfingum, fá 10 á prófinnu eða vera besti vinnukrafturinn !!! þú getur sparað mikinn tíma og óþarfa vinnu með að hafa röð og reglu í lífsins rútínu.

2. Ákveðni:
– Lífið er ekki alltaf dans á rósum og oft á tíðum er lausnin við verkefninu hvergi sjáanleg….. Á slíkum stundum er aðeins einn valkostur fyrir hendi og það er að taka skrefið sjálfur og finna réttu lausninna þótt víða þurfi að leita !!! það er ekki alltaf hægt að stóla á að fá hjálp frá öðrum og verður þú að vera tilbúin að klára dæmið sjálfur. Með þrautseygju og viljastyrk er ekkert verkefni of stórt!

3. Jákvæðni:
– Sama hverjar aðstæðurnar eru hjálpar alltaf til að líta á björtu hliðarnar, sá sem fer í gegnum lífið með litla trú á eigin getu og réttri útkomu mun seint ná sínum markmiðum…. Þú þarft að hafa trú á sjálfum þér og setja þitt takmarkið hátt !!! “Allt er hægt ef viljin er fyrir hendi” og þar ert þú engin undantekning

Rétta leiðin næst með góðri skipulagningu þar sem þú hefur jákvæðnina ásamt dass af ákveðni að leiðarljósi !

Keep it real peoble og náiði hámarks árangri

Sigurjón Ernir out !!!

HÉR getið þið fylgst betur með Sigurjóni Erni!

#Sportvörur #Fitnesssport #Heilsa #Hledsla #Dansport

Facebook Comments