Sunnudagsfræðslan með Sigurjóni Erni!

Sunnudagsfræðslan með Sigurjóni Erni!

Sunnudagsspjallið er á sínum stað og í þetta sinn fer Sigurjón yfir gríðarlega mikilvægann þátt í að ná árangri og bæta sig!

Trú á eigin getu !!!

Í þessari samantekt langaði mig að ræða við þig hlut sem á það til að gleymast, en það er trú á sjálfum þér og þinni getu ….

Það gleymist oft í amstri dagsins að horfa á björtu hliðarnar í æfingunum/árangrinum og þakka fyrir það sem við getum gert og gerum vel í stað þess að einblína bara á það sem við getum og þurfum að bæta !!!

Mörg höfum við okkar djöf… að draga og getum jafnvel ekki framkvæmt eða gert allar æfingar.
– Dæmi ég greindist sjálfur með útbungun í baki fyrir tæpum 2 árum sem hefur útilokað þungar hnébeygjur, réttstöður og fleiri æfingar.
En þó að ég geti ekki framkvæmt þessar æfingar (sem ég jú elskaði að gera) þá geri ég alltaf eins vel og ég get og held áfram að styrkja bakið með því að framkvæma réttu styrktaræfingarnar, teygja og hlúa rétt að líkamanum.
Flestir sem hafa náð langt í lífinu hvort sem það er í íþróttum, skóla eða vinnu vita að hluti af ferlinu er að þora að falla/gera mistök og er það eithvað sem ómögulegt er að komast hjá.

Þeir sem skora svo virkilega fram úr eru þeir sem standa strax aftur upp og halda áfram !!

Það er eitt sem ég get sagt ykkur, það er að við getum allt sem við ætlum okkur. En ég get lofað ykkur að þið munuð þurfa að vinna fyrir því og því stærra sem verkefnið er því erfiðari og lengri er vinnan bak við það.

Í dag vil ég að þú hugsir aðeins tilbaka og sérð hversu langt þú hefur náð og hvaða áskoranir þú hefur klárað….

Næst skaltu setjast niður og skrifa þér skemmtilegt heilsutengt markmið sem þú telur þig geta tæklað.

Mundu að hafa æfingarnar fjölbreyttar, huga að jafnvægi milli einkalífs, æfinga, næringar og hvíldar og umfram allt hafa gaman!

Mundu að ég trúi og veit að þú getur náð þínum marmiðum og er tilbúinn að aðstoða (eins vel og ég get) með öll þau verkefni sem þú setur þér fyrir hendur, þó að vinnan verði alltaf að koma frá þér

Hef þetta ekki lengra að sinni og enda á að minna á fræðsluspjallið á snappinu hjá mér Snapchat: sigurjon1352
P.S. Myndin var tekin í haustmóti þrekmótaraðarinnar síðustu helgi eftir að ég og kærastan kláruðum (og sigruðum) parakeppnina!

kv: Sigurjón Ernir Fjarþjálfari

Facebook Comments