Suide Chelsea ökklaskór

Suide Chelsea ökklaskór

Færslan er ekki kostuð

Ég get ekki annað en sagt ykkur frá seinni skókaupum mínum, en ég hef nú þegar sagt ykkur frá loðfóðruðu skónum sem ég keypti um leið og þessa (sjá hér)!

Þessir dásamlegu skór sem ég segi ykkur frá núna eru komnir í algjört uppáhald! Ég nota þá nánast daglega, þeir passa við allt, bæði buxur og kjóla, svart og galla…sem sagt, ótrúlega notendavænir 🙂
Ég passaði mig vel á því að vatnsverja þá þegar ég keypti þá og hef gert það einu sinni aftur síðan þá, enda bæði vatnsveður og núna snjór úti!

Ég ætla að láta myndirnar tala, en skórnir heita Suede Chelsea boots og fást í Bianco Kringlunni og í vefversluninni þeirra líka, sjá HÉR

Skórnir kosta 18.995kr!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.