Súdeigs focaccia brauð

Súdeigs focaccia brauð

Ég var svo heppin að eignast súrdeigsmömmu fyrir nokkrum mánuðum síðan og svo reyndar aðra til og á núna tvær sem ég hef “leikið” mér með og að sjálfsögðu gefið af líka!

Ég baka allt brauðmeti með súr og finnst þessi bakstur bæði skemmtilegri og bragðbetri.
Nýjasta æðið mitt er focacchia brauð en það er í rauninni mjög auðveldur bakstur og passar nánast með öllum mat (ef maður er ekki búin að borða það allt áður þeas!)

 

Hér kemur uppskriftin sem ég nota en hún er í grunninn frá Súri Bakarinn á instagram en hún er mjög góð og svo þarf bara aðeins að fínpússa hefunar- og bökunartíma eftir sínu eldhúsi og smekk.

 

Uppskrift
700 gr  hvítt hveiti (ég notaði bláa Kornax)
560 gr af vatn
170 gr hress hvítur súr
10 gr ólífuolía

Öllu blandað vel saman.
Þetta beið í 30 mín áður en ég bætti við *17 gr af salti.

Svo togaði ég deigið 3x með hálftíma milli hvers skiptis. Loks fékk deigið að lyfta sér áfram úti á borði í 4 tíma í viðbót.
Skálin er sett inní ísskáp og leyft að hvíla þar (ég hef beðið í allt að 16 tíma) þar til á að baka brauðið.
Skálin er tekin úr kæli, best er að deigið nái stofuhita áður en það er bakað.
Deiginu er hellt ofan í vel olíuborið mót (ég nota grunnt mót ca 45×45) og deigið er teygt og togað svo það passi í mótið.
Áður en focaccian fer inní ofn er hellt yfir hana olíu og fingurnir svo notaðir til að pota í deigið. Eftir það er bætt við því áleggi sem hver og einn vill. Ég setti ítalska kryddblöndu og sjávarsalt.

Bakið í 20-25 mínútur eða þangað til ykkur finnst hún hæfilega dökk!

Þið finnið Súra bakarann á Instagram HÉR

 

-Ásta-

Facebook Comments

Ásta er 36 ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau Ríkharð Val, 6ára og Hrafnhildi Dís 4ra mánaða. Ásta menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 en starfar sem sérfræðingur í flutningsmálum hjá PCC ásamt því að eiga litla líkamsræktarstöð og þjálfa þar Crossfit. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu.

Seo wordpress plugin by www.seowizard.org.