Storytel – Prófaðu frítt í 30 daga!

Storytel – Prófaðu frítt í 30 daga!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Storytel.is 

Vinkonur mínar eru rosa duglegar að hlusta á hljóðbækur og hafa lengi talað um Storytel appið við mig, ég ákvað að slá til og prófa og er alveg heilluð (Linkur á fría prufuáskrift neðst i færslunni)

Storytel er hljóðbóka-app sem þú sækir í símann eða spjaldtölvuna og færð með því aðgang að þúsundum bókatitla sem þú getur hlusta á, bæði online og offline. Bækurnar eru fyrir börn, unglinga og fullorðna og eru bæði íslenskar og erlendar bækur í boði.
Ég gef mér sjaldan tíma til að setjast niður með bók og að lesa svo þetta app hentar mér sjúklega vel, ég er búin að þjóta í gegnum fjórar bækur á innan við mánuði (sem er meira en ég hef lesið síðustu 2 ár!)

Ég er að hlusta á bækurnar á meðan ég brýt saman þvott, á meðan ég þríf, í bílnum eða bara hvar sem er.

Dóttir mín er algjör bókaormur svo ég hef verið að prófa að nota appið fyrir hana líka, ekkert notalegra en að dunda inni í herbergi og hlusta um leið á góða sögu. Hún hefur verið að hlusta á allskonar ævintýri og ég ætla að mæla með nokkrum.

Ég mæli með fyrir börnin: 

 • Stafakarlarnir
 • Ella Bella ballerína og Þyrnirós
 • Ofur Kalli
 • Pétur og úlfurinn
 • Skoppa & Skrítla
 • Dýrin í Hálsaskógi
 • Lína langsokkur
 • Benedikt búálfur
 • …og ég gæti haldið endalaust áfram!

Ég hef auðvitað líka notað appið fyrir mig sjálfa, er mest að hlusta á “sjálfshjálparbækur” þessa dagana. Hérna eru nokkrar sem ég mæli með að þið kíkið á ef þið hafið gaman að sjálfskoðun.

Ég mæli með fyrir fullorðna:

 • Hollráð Húgó (Foreldra pepp)
 • UnFu*k yourself (Ótrúlega góð bók til að verða meðvitaðari um hvernig maður talar við sjálfan sig)
 • The Secret
 • Og svo er flott úrval af Dale Carnegie bókum

Mig langar að bjóða ykkur 30 daga fría prufu áskrift (án skuldbingar), það eina sem þið þurfið að gera er að fara á ÞESSA slóð og skrá ykkur inn. Svo getið þið bara byrjað að hlusta!

Eftir þessa 30 daga áskrift er mánaðargjald 2690 kr. en þú getur að sjálfsögðu sagt áskriftinni upp fyrir þann tíma.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku