Stelpupartý með “Dark theme” innblæstri!

Stelpupartý með “Dark theme” innblæstri!

Við Sólveig ákváðum með frekar stuttum fyrirvara að halda smá stelpupartý. Ástæðan var að mestu leiti vegna þess að einhverjum dögum áður hafði Sólveig sent mér hlekk á blogg með ótrúlega fallegum myndum úr brúðkaupi þar sem þemað var “Dark”. Allar skreytingar voru dökkar, blóm og kaka dökk á litinn en samt allt svo rómantískt! Þar sem hvorug okkar er með brúðkaup á dagskrá í nánustu framtíð, þá ákváðum við að halda bara partý, nota þemað sem innblástur og bjóða nokkrum vinkonum að njóta með okkur!

Við bjuggum til möppu á Pinterest (sjá HÉR) en ákváðum samt strax að flækja ekki hlutina, hafa þetta einfalt og auðvelt en halda okkur samt við þemað.

Okkur langar að leyfa myndunum að njóta sín í þessari færslu!
Í lok færslunnar teljum við upp hvaðan allt kemur!

Skreytingarnar í partýinu koma allar frá vefversluninni pippa.is og gætu ekki hafa passað betur!
Marmarablöðrur fást HÉR og svartar blöðrur HÉR
Gyllt hjörtu fást HÉR
Svartar confetti stjörnur fást HÉR
Gyllt kögur fæst HÉR
Rörin eru einnig frá pippa.is!

Kakan dásamlega kemur frá Sætar Syndir og við fengum hana senda norður með flugi! Við vorum svo lukkulegar að dásamleg kona sat með kökuna í fanginu allt flugið, en venjulega er hægt að setja kökur frá þeim í flugfragt, en okkar var frekar há og óstöðug svo við treystum ekki á það! Toppþjónusta frá Sætum Syndum og kakan bragðaðist auðvitað dásamlega 🙂
HÉR getið þið skoðað Facebook síðuna þeirra og pantað ykkur köku!

Allt nammið keypti ég í Costco og það þurfti ansi mikið magn til að fylla á nammibarinn 🙂
Poppið sem við völdum að hafa var hefðbundið-ostapopp-karamellupopp og turkish pepperpopp!

Að lokum langar mig að gefa ykkur mína uppskrift af Mango Daquiri sem er fallegi guli drykkurinn á myndinni hér að ofan!

Mango Daquiri fyrir 2-3
3 skot Bacardi Mango
2-3 msk sýróp (ég slumpa þessu oftast!)
Frosið mango (hér þarf stundum að fara eftir auganu, bæti í ef mér finnst drykkurinn of þunnur)
Klakar
“dass” af Sprite
Allt sett í blandara og blandað saman þar til allir kekkir eru horfnir!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.