Sörur

Sörur

Ég er ekki vön að baka mikið fyrir jólin. Einfaldlega vegna þess að maður endar alltaf á að borða 90% af afrakstrinum sjálfur og hangir í sykurvímunni þar til allt klárast upp til agna. En það er þó orðin hefð hjá okkur hjónaleysum að baka sörur á hverju ári, þær eru bara svo þess virði! Ég segi ekki að það slæðist yfirleitt með ein uppskrift að súkkulaðismábitakökum, að ógleymdum sænskum lussebollum. En sörurnar eru nauðsyn fyrir jólin. Mér finnst þetta ekki eins mikið vesen og fólk vill oft meina, þetta tekur ekki meira en eina kvöldstund. En ef maður vill endilega stytta sér leið getur maður bara gert kremið og borðað með skeið. Það er himneskt á bragðið.

Botnar:

4 stk eggjahvítur

260 g möndluduft

230 g flórsykur

Til að gera botnana þarf fyrst að búa til möndlumjöl. Heilar afhýddar möndlur eru settar í matvinnsluvél eða blandara og þær malaðar í duft. Flórsykrinum er síðan blandað saman við möndluduftið. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar, setjið flórsykurinn og möndlumjölið mjög varlega saman við með sleikju þar til allt deigið er komið vel saman. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið litlum toppum á bökunarplötu og bakið við 180°C (ekki nota blástur) í 13 mínútur eða þar til fallegur litur er kominn á botnana og setjið síðan í kæli.

3jawdaqowead531bban9qc9dg1qnf1awvnnlxzxsig4

Krem:

1 dl vatn

120 g sykur

4 stk eggjarauður

1 msk kakó

260 g smjör

1 espresso kaffi

  Sjóða þarf vatn og sykur saman svo úr verði síróp. Ef þið eigið hitamæli á sykurblandan að fara upp í um það bil 116°C. Ef það er ekki til matreiðslu-hitamælir á heimilinu er sírópið tilbúið þegar loftbólurnar í pottinum eru orðnar frekar þykkar og sírópið farið að þykkjast. Passið samt að sykurinn má alls ekki byrja að taka lit. Ef sírópið er hitað of hátt getur það kristallast, en þá myndast kögglar, sem við viljum ekki. Á meðan sírópið er að sjóða eru eggjarauðurnar þeyttar vel upp. Hellið síðan sírópinu saman við í mjórri bunu. Eftir að sykurinn er kominn saman við er þeytt áfram í 3 mínútur. Hafið smjörið við stofuhita og blandið saman við þeytinguna ásamt kakói og kaffi. Smyrjið kreminu yfir botnana og setjið í frysti eða kæli.

wkssj_91l4dyasugaemhrcc2isauedycna6v-lvcydc

Hjúpur:

300 g suðusúkkulaði

Hjúpið að lokum sörurnar með bræddu suðusúkkulaði og setjið aftur í frysti. En sörurnar geymast svo best í frysti.

uwmazxlgk-xojevf3aireyybkvf429kavzibm4uvzls

14915386_10211174787584652_4402657916124750078_n

 

Facebook Comments