Sól sól skín á mig…

Sól sól skín á mig…


Nú er sumardagurinn fyrsti næsta fimmtudag og við mæðgur erum farnar að hlakka töluvert til sumarsins. Ég man svo vel eftir því sem barn að á sumardaginn fyrsta fékk maður alltaf smá pakka sem oftast var eitthvað tengdur sumrinu og oftar en ekki fylgdu einhver falleg sumarföt með.

Ég var á röltinu í Smáralind fyrir páska og rakst þá á svo ótrúlega falleg og sumarleg föt á Önnu Hrafnhildi í Name It sem að hún getur byrjað að nota strax þó að sumarið sé nú ekki alveg komið.

Ég keypti á hana  fallega bleikan gallajakka sem mér finnst svo dásamlegur á litinn að ég stóðst bara ekki mátið. En þegar ég ætlaði að fara að borga sá ég svo sætar gallastuttbuxur að ég ákvað að grípa þær með.

Ég ætla ekkert að hafa þetta lengra og ætla að leyfa myndunum að tala sínu máli.

Jakkinn og stuttbuxurnar fást í Name It Kringlunni og Smáralind
Stuttbuxur- 2.990kr.
Gallajakki- 5.490kr.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.