Snyrtivörur: Mest notað árið 2016!

Snyrtivörur: Mest notað árið 2016!

Ég trúi því varla að það sé komið nýtt ár!

Af því tilefni langar mig, snyrti- og förðunarmeistaranum og búðareigandanum að segja ykkur frá þeim vörum sem ég notaði mest á liðnu ári og/eða eru í sérstöku uppáhaldi.

Ég er með þurra og viðkvæma húð og allar húðvörurnar henta þeirri húðgerð sérstaklega nema að ég taki annað fram 🙂

Ég skipti þessu upp í flokka til að gera þetta einfaldara og auðveldara að skoða og spá!

Bliss- Fabulous makeup melt: Dásamlegur hreinsir þegar maður er með förðun og vill að allt fjúki af í fyrstu umferð! Hreinsirinn er með geláferð sem breytist í olíu þegar honum er nuddað á húðina, má fara á augu en ég hef ekki prófað hann þannig.
Hentar öllum húðgerðum!
Biotherm- Gelée micellare:
Hreinsir sem inniheldur örfín korn (ekki úr plasti!) sem létt-djúphreinsa húðina. Hreinsirinn er gelkenndur en freyðir þegar hann er nuddaður með vatni á húðina og passar fullkomlega með Clarisonic! Ég nota þennan samhliða “letingja” micellar vatni og næ þannig bæði öllum förðunarvörum af og hreinsa húðina sjálfa á eftir.
Hentar öllum nema þeim allra viðkvæmustu!
Mario Badesco- Seaweed cleansing soap: Hreinsisápa sem kom mér mjög á óvart! Lyktin er ekkert spes en sápan inniheldur litlar agnir sem að mjög léttdjúphreinsa húðina. Þessa sápu nota ég bæði til að taka make-up og hreinsa húðina sjálfa og ég þoli vel að setja hana 2x í röð á húðina.
Hentar þurri-viðkvæmri húð!

Biotherm- Wonder mud: Þessi fór sigurför um landið og ekki að ástæðulausu! Þessi leir djúphreinsir er dásamlegur, inniheldur korn sem að fjarlægja dauðar húðfrumur og helsti kosturinn er að þetta er bæði maski og djúphreinsir í einni vöru og hann þarf einungis að bíða í 3 mínútur á húðinni og er svo nuddaður í nokkrar sekúndur áður en hann er þveginn af. Hreinsirinn inniheldur td spirulina og frískar því líka uppá húðina!
Hentar öllum húðgerðum nema þeim allra viðkvæmustu.

Helena Rubinstein- Pure ritual glow reneval black peel: Ég er að verða búin með túpu nr 2 af þessari dásemd. Heinsirinn er gelkenndur með kornum í og hann bæði skilur húðina eftir silkimjúka en líka “glowing” og er óhætt að nota 3-4x í viku fyrir flesta. Hreinsirinn er svartur á litinn, ilmar dásamlega og svo freyðir hann eins og sápa ef hann er bleyttur upp með vatni.
Hentar öllum nema mjög viðkvæmum!

Skinboss- Clay babe: Þennan dúndur hreinsimaska-djúphreinsi ættu allir að eiga! Einn öflugasti djúphreinsir sem ég hef prófað en húðin verður bæði mjög mjúk en líka fáránlega stinn og þetta er klárlega skylda að nota ef planið er að vera með fallega förðun daginn eftir!
Ég þoli ekki að setja þennan í kinnarnar nema bara rétt til að setja á og taka af, hann er það öflugur.
Hentar ekki viðkvæmri húð/háræðaslitinni húð.

FAB- 5 in 1 Bouncy mask: Mjög öflugur næringarmaski fyrir allar húðgerðir. Hann gefur mikla næringu og raka, húðin virkar meira ljómandi og er ótrúlega mjúk. Hentar fullkomlega á eftir djúphreinsi, 1-2x í viku.

Lancóme- Énergie de vie nuit: Ég er búin með eina krukku af þessum og keypti mér strax aðra! Þessi rakabomba hentar bæði sem þykkur maski sem er hafður á og síðan þvegin af, en einnig sem næturmaski þar sem sofið er með maskann á og honum leyft að vinna alla nóttina.

Maskinn kælir húðina og ég nota hann sérstaklega eftir Skinboss maskann til að róa húðina niður.
Hentar öllum húðgerðum.

Lancóme- Genefique: Ég fæ ekki nóg af þessu kremi og mæli með því við allar sem eru orðnar 25+ ára og vilja fara að prófa fyrsta “hrukku”kremið! Þetta er ótrúlega nærandi krem en það inniheldur einnig virk efni sem draga úr fyrstu einkennum öldrunar húðar. Þessi lína frá merkinu hentar fullkomlega þeim sem eru með þurra og/eða viðkvæma húð og það ilmar dásamlega líka!

Yves Saint Lorent- Youth liberator water-to-oil: Þessi olía er hluti af línu sem er gerð fyrir yngstu viðskiptavini YSL, þær sem eru aðeins farnar að spá í öldrun húðarinnar (sem byrjar uppúr 25 ára aldrinum) og hefur slegið í gegn! Þessi olía bjargaði á mér húðinni í vetur þegar ég fékk þurrkubletti og var óvenju pirruð í húðinni. Í glasinu er þetta eins og vatn en þegar vörunni er nuddað á húðina breytist það í olíu sem nærir húðina og gefur henni ljóma.

Hentar þurri húðgerð sérstaklega vel!

FAB-Ultra repair cream: Þetta krem þekkja sennilega flestir, ég nota það flesta daga vikunnar og sérstaklega þegar ég er mjög þurr, en það er þykkt og gott með nánast engum ilmi og er ætlað bæði á andlit og líkama.

Flott fyrir þær/þá sem vilja eiga eitt alhliða krem!

Hentar normal-þurri-viðkvæmri húð best.

Lancóme-Énergie de vie: Þessi dásamlegi krem/serum vökvi var í algjöru uppáhaldi hjá mér í sumar og hentaði ótrúlega vel þegar húðin á mér var örlítið minna þurr en hún verður á köldustu vetrardögunum.

Vökvinn er léttur, fer fljótt inní húðina, ilmar dásamlega og gefur mikinn raka!

Mæli 100% með þessari línu fyrir þær sem eru normal-þurrar, langar í mikið rakaboost og fíla ekki þykk krem!

Með betri línum sem ég hef prófað.

Lancóme- Visionnaire: Þessi lína er sú sem tekur við af Genefique línunni og er næsta skref fyrir ofan í öldrunarkremum frá merkinu. Ég byrjaði að nota þetta krem í nóvember og fyrst um sinn á meðan ég klára hin kremin er þetta mitt go-to næturkrem. Það er frekar þykkt og mikið krem, er svolitla stund að fara alveg inní húðina og mér finnst það því best yfir nóttina og ég vakna með silkimjúka húð!

Hentar 30/35+ ára, normal-blandaðri-þurri húðgerð.

Yves Saint Lorent- Forever youth liberator serum: Næringar- og rakaserum sem tekur á fyrstu einkennum öldrunar. Mjög létt og fer fljótt inní húðina, má nota bæði eitt og sér eða undir önnur krem.

Hentar öllum húðgerðum nema feitri.

FAB- Ultra repair hydrating serum: Þetta næringar- og rakaserum nota ég oftast á morgnana undir annað krem eða eitt og sér undir farða. Gefur mikinn raka og húðin verður mjúk!

Hentar normal og þurri húðgerð best.

Lancóme- Visionnaire yeux: Augnkrem úr sömu línu og næturkremið sem ég nefndi hér að ofan. Þetta nota ég einnig fyrir nóttina og finn mun!

Hentar öllum húðgerðum.

Clinique-Pep start: Dásamlegasta morgunaugnkrem sem ég hef keypt! Það minnkar dökka bauga og þrota, kælir og gefur næringu. Hentar ótrúlega vel fyrir þreyttar mömmur sem sofa aldrei nóg 🙂
Hentar öllum húðgerðum.

Lancóme- Genefique yeux: Ég hef grínlaust farið í gegnum þrjár svona krukkur! Ég ákvað að hvíla það og prófa Visionnaire kremið í nóvember en sakna þessa smá. Þetta er frekar létt krem sem hentar bæði kvölds og morgna, gefur mikla næringu og tekur á litlu fallegu broshrukkunum okkar!
Hentar öllum húðgerðum.

Næst fer ég yfir hvaða vörur fyrir líkamann voru í uppáhaldi árið 2016! Það eru alltof margar sem gleyma að hugsa um hann þegar kemur að góðum húðvörum.

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.