Slúttkökur! Frosnar marengs-marsípansmákökur með þeyttum Sherryrjóma og muldum makkarónum.

Slúttkökur! Frosnar marengs-marsípansmákökur með þeyttum Sherryrjóma og muldum makkarónum.

Ég sýndi aðeins frá bakstri á þessum kökum á Ynju snappinu í gær: ynjur.is

Uppskriftin kemur frá afasystir minni en hvaðan hún hefur uppskriftina veit ég ekki.

Sterkasta minning mín frá jólunum frá því ég var barn er mamma í eldhúsinu heima að rífa niður marsípan í þessar himnesku smákökur. Við máttum svo helst varla smakka þær, ekki af því að það er áfengi í þeim nei því þær áttu að vera fyrir gesti um jólin.Það endaði svo yfirleitt með því að kökunum var hent þremur árum seinna þegar þær fundust á botninum í frystikistunni.

Það var ekki nærrum því eins mikið maus og ég bjóst við að baka þessar kökur og ég mæli eindregið með því að prófa fyrir þá sem vilja baka eitthvað öðruvísi fyrir jólin. Það eina sem ég hefði mögulega gert öðruvísi er að ýta aðeins á kökurnar áður en þær fara inn í ofn. Þá verða þær flatari og fallegri.

Hér kemur uppskrift og aðferð:

Slúttkökur:

Hráefni:

2 eggjahvítur

250 gr. sykur

250 gr. marsípan

Rjómi:

1/4 líter rjómi

50 gr. makkarónur

3 msk. meðalsætt Sherry ég notaði Sandeman Medium Sweet

Toppur:

Brætt súkkulaði

Aðferð:

1. Eggjahvítur og sykur stífþeytt

2. Marsípan hrært varlega en samt vandlega saman við

3. Deigið sett á plötu með teskeið og aðeins þrýst niður, bakað á 180 gráðum í 10-12 mínútur

4. Rjóminn þeyttur

5. Makkarónukökurnar muldar í duft og þeim bætt saman við rjómann ásamt 3.msk af sherry.

6. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar er c.a 1. tsk. af rjóma smurt á hverja köku og þær frystar, þegar þær orðnar frosnar er bræddu suðusúkkulaði dreift yfir með gaffli.

Kökurnar eru svo geymdar í frysti og bornar fram frosnar.

Njótið vel!

sluttko%cc%88kur

ynjur-undirskrift

Facebook Comments

Sólveig Ása er fædd, uppalin og búsett á Húsavík ásamt unnusta sínum Davíð Þórólfssyni og dóttir þeirra Kristínu Hebu , fædd í apríl 2014. Í september 2015 fjárfestu þau í íbúð sem hefur síðan þá verið rifin niður í fokhelt og vinna þau nú hörðum höndum að því að byggja upp drauma heimilið. Hennar helstu áhugamál eru uppeldi ,heimili og hönnun og ferðalög til fjarlægra landa.

Seo wordpress plugin by www.seowizard.org.