Skrifstofuvænu naglalökkin frá Little Ondine

Skrifstofuvænu naglalökkin frá Little Ondine

Ég elska að vera með fallegt naglalakk en gef mér sjaldnast tíma til að naglalakka mig, nema í vinnunni. Þess vegna var ég svo ótrúlega hamingjusöm þegar ég kynntist lökkunum frá Little Ondine. Þau hafa það fram yfir önnur naglalökk að þau eru alveg lyktarlaus, bæði þegar þau eru sett á og þegar þau eru tekin af. Svo ég get lakkað mig án þess að skrifstofan angi af naglalakkalykt.
Litirnir eru hver öðrum fallegri og þau þorna mjög fljótt. Naglalökkin eru ss. „peel off“ og þurfa þess vegna ekki asinton þegar þau eru tekin af.

Það þekkja eflaust margir hvað er erfitt að taka glimmernaglalakk af sér með asintoni, en þessi glimmerlökk eru peel off og eru þess vegna einu glimmerlökkin sem ég hef prófað sem er gaman að taka af sér.

Með hverju glasi fylgja leiðbeiningar um hvað sé best að gera til að hámarka endingu lakksins á nöglinni.

Ég er rosalega sátt með mín lökk frá merkinu og get vel hugsað mér að eignast fleiri.

Þessi sem eru á myndunum eru Sugar plum nr. L957 og Copper spark nr. L025 og ég er sjúk í þau bæði. Mér finnst Sugar plum (sem er án glimmer) endast betur á nöglunum en þetta með glimmerinu. En lökkin eru ótrúlega fljót að þorna svo það er einfalt að bæta lakki á þær neglur sem detta af.

Ég sá á Fotia snappinu (@Fotiais) að þau voru að fá nýja sendingu af Little Ondine svo þú getur séð úrvalið HÉR.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku