Skotheld vöffluuppskrift!

Skotheld vöffluuppskrift!

Þegar konu langar í vöfflur, á ekki Vilko mix og nennir ekki í búð…………

5 dl hveiti
4 tsk lyftiduft
4 msk sykur
6 msk smjör, brætt
2 egg
3,75 dl mjólk
salt

vanilludropar

Þurrefnum hrært saman, helmingnum af mjólkinni hrært saman við þurrefnin, næst er smjörinu bætt út í blönduna, þá eggjunum tveimur og loks hinum helminginum af mjólkinni

Fullkomið þegar óvænta gesti ber að garði og einfalt fyrir páskakaffið!

Facebook Comments

Sólveig Ása er fædd, uppalin og búsett á Húsavík ásamt unnusta sínum Davíð Þórólfssyni og dóttir þeirra Kristínu Hebu , fædd í apríl 2014. Í september 2015 fjárfestu þau í íbúð sem hefur síðan þá verið rifin niður í fokhelt og vinna þau nú hörðum höndum að því að byggja upp drauma heimilið. Hennar helstu áhugamál eru uppeldi ,heimili og hönnun og ferðalög til fjarlægra landa.

Seo wordpress plugin by www.seowizard.org.