Þegar konu langar í vöfflur, á ekki Vilko mix og nennir ekki í búð…………
5 dl hveiti
4 tsk lyftiduft
4 msk sykur
6 msk smjör, brætt
2 egg
3,75 dl mjólk
salt
vanilludropar
Þurrefnum hrært saman, helmingnum af mjólkinni hrært saman við þurrefnin, næst er smjörinu bætt út í blönduna, þá eggjunum tveimur og loks hinum helminginum af mjólkinni
Fullkomið þegar óvænta gesti ber að garði og einfalt fyrir páskakaffið!