Skandinavísk jól – Innblástur!

Skandinavísk jól – Innblástur!

Í dag er 1. nóvember og því leyfilegt að fara aðeins að horfa til jólanna og tala um þau án þess að vera álitinn klikkaður.

Ég eins og margir aðrir aðhyllist skandinavískan stíl þegar kemur að því að innrétta heimilið og því passa litríkar skreytingar illa inn hjá mér og mér þykir lang fallegast að skreyta með greni, glærum seríum og fallegu hvítu og svörtu jólaskrauti heima hjá mér.

Eitt árið prentaði ég út uppáhalds “jólasetninguna” eða “jólakvótið” mitt út og setti í ramma og það kom mjög vel út, kannski að ég endurtaki það í ár.

“He who has not Christmas in his heart will never find it under a tree. “

Roy L. Smith

Mér þykir þó gamla góða jólaskrautið mjög fallegt þar sem það á heima og það er alltaf mikið tilhlökkunarefni ár hvert að skreyta heima hjá mömmu og pabba og taka upp litríkt jólaskraut sem hefur mikið tilfinningarlegt gildi , sumt eitthvað sem við systur föndruðum í leikskóla.

En fyrir mitt heimili er stílhreint fallegast og þessar myndir hér að neðan gefar mér góðar hugmyndir, innblástur og tilhlökkun í hjartað!

 

 

Facebook Comments
Sólveig Ása Arnarsdóttir

Sólveig Ása er fædd, uppalin og búsett á Húsavík ásamt unnusta sínum Davíð Þórólfssyni og dóttir þeirra Kristínu Hebu , fædd í apríl 2014. Í september 2015 fjárfestu þau í íbúð sem hefur síðan þá verið rifin niður í fokhelt og vinna þau nú hörðum höndum að því að byggja upp drauma heimilið. Hennar helstu áhugamál eru uppeldi ,heimili og hönnun og ferðalög til fjarlægra landa.