Sjónvarpið burt úr stofunni!

Sjónvarpið burt úr stofunni!

Ég hef aldrei þolað að hafa sjónvarp í stofunni hjá mér en alltaf búið þannig að ég hef “bara” haft eina stofu og því möguleikinn einhvern veginn ekki fyrir hendi að taka sjónvarpið út.
Eftir að Ríkharð Valur fæddist og ég tala nú ekki um eftir að hann fór að horfa á sjónvarpið pirrar þetta heimilistæki mig alltaf meira og meira! Mér finnst óþolandi að vera með gesti í heimsókn og þurfa að garga til að það heyrist í mér fyrir Hvolpasveitinni eða að börnin heyri ekkert í sjónvarpinu af því að fullorðna fólkið er með svo mikil læti.

Við erum með aukaherbergi hjá okkur núna sem hefur nýst sem gestaherbergi, og mun áfram gera það en planið er að setja sjónvarpið samt þangað inn og gera kósý sjónvarpsherbergi með djúsí sófa og geta svo bara haft möguleikann á að taka sjónvarpið fram þegar það koma gestir í gistingu.

Ég fór því á Pinterest og fór að spá í fallegar stofur og hvað mig langar til að gera!

Samnefnarinn var alltaf:
Þriggja sæta sófi
Stór og djúsí motta (mjög hentugt með hund og barn)
STÓR græn planta
Sessur/kollar til að sitja á
Stakir stólar á móti sófanum
Fallegur myndaveggur bakvið sófann

 

 

Þá er bara næsta skref að byrja að safna fyrir nýjum sófum á báða staði og sanka að sér fallegum hlutum!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.