Sítrónu- og bláberjakaka með rjómaostakremi

Sítrónu- og bláberjakaka með rjómaostakremi

Þessi kaka er alveg einstaklega sumarleg og skemmtileg tilbreyting frá súkkulaðikökunni. Ég bauð upp á þessa í einu páskaboðinu hjá mér og hún þótti virklega góð.

Sítrónu- og bláberjakaka

2 egg

200 g flórsykur

200 g smjör við stofuhita

230 g hveiti

1 tsk lyftiduft

1 1/2 dl sjóðandi heitt vatn

2 tsk vanilludropar

hálf sítróna – bæði safi og börkur

1 1/2 – 2 dl bláber (eftir smekk)

Ofninn hitaður í 175°C. Egg, flórsykur og smjör hrært saman í 2-3 mínútur þangað til blandan er orðin létt og ljós. Hveiti og lyftidufti síðan bætt út í blönduna og hrært vel. Vanilludropar, vatn, sítrónusafi og sítrónubörkur sett út í og hrært vel þangað til deigið verður slétt. Að lokum eru bláberin sett út í og blandað saman við með sleif. Deigið sett í tvö hringlaga form og bakað í 25-30 mínútur.

Rjómaostakrem með sítrónubragði
230 g smjör við stofuhita
1 pakki flórsykur
3 tsk vanilludropar
100 g hvítt súkkulaði
125 g rjómaostur
1 msk sítrónusafi

Smjör, flórsykur og rjómaostur þeytt saman þar til blanda verður silkimjúk. Hvítt súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði og bætt út í kremið ásamt vanilludropum og sítrónusafa. Mikilvægt er að þeyta kremið þar til það verður alveg mjúkt en það getur tekið 4-5 mínútur. Kremið er síðan sett á milli og ofan á kökubotnanna þegar þeir hafa fengið að kólna alveg.

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.