Þessi kaka er alveg einstaklega sumarleg og skemmtileg tilbreyting frá súkkulaðikökunni. Ég bauð upp á þessa í einu páskaboðinu hjá mér og hún þótti virklega góð.
Sítrónu- og bláberjakaka
2 egg
200 g flórsykur
200 g smjör við stofuhita
230 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 1/2 dl sjóðandi heitt vatn
2 tsk vanilludropar
hálf sítróna – bæði safi og börkur
1 1/2 – 2 dl bláber (eftir smekk)
Smjör, flórsykur og rjómaostur þeytt saman þar til blanda verður silkimjúk. Hvítt súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði og bætt út í kremið ásamt vanilludropum og sítrónusafa. Mikilvægt er að þeyta kremið þar til það verður alveg mjúkt en það getur tekið 4-5 mínútur. Kremið er síðan sett á milli og ofan á kökubotnanna þegar þeir hafa fengið að kólna alveg.