Silver Cross Wave systkinakerra

Silver Cross Wave systkinakerra

Fljótlega eftir að ég komst að því að ég væri ófrísk af Marín Helgu fór ég að skoða sniðugar lausnir með kerrumál. Anna Hrafnhildur verður 3 ára í júlí og ég vildi hafa kerru sem að ég gæti haft þær báðar í. Eftir mikla leit að hinni fullkomnu kerru fann ég loksins það sem ég var að leita að, Silver Cross Wave.

 

 

Silver Cross Wave kerran er ótrúlega sniðug lausn fyrir foreldra með eitt barn eða fleiri. Hún hefur reynst okkur alveg ótrúlega vel síðustu mánuði. Ég ætla að lista niður þá kosti sem ég tel kerruna/vagninn hafa:

 

  • Hægt er að hafa bæði kerrustykki og vagnstykki á í einu.
  • Hægt er að hafa bílstól og kerrustykki á í einu sem er ótrúlega þægilegt þegar farið er í búðarferðir.
  • Kerran er mjög góð bæði í möl og snjó. Við búum í nýju hverfi þar sem ekki er búið að malbika og vagninn er að reynast okkur mjög vel í mölinni.
  • Ef einungis er eitt unit á grindinni eins og t.d. kerrustykki, bílstóll eða vagnstykki er ekki hægt að sjá að þetta sé systkinakerra. Vagninn/kerran er ekkert fyrirferðarmeiri heldur en vagn sem er ekki systkinavagn.
  • Gæðaleg grind og efni, sést ekkert á þrátt fyrir mikla notkun og margar bílferðir.  Vagnstykkið er fóðrar og heldur vel jöfnum hita inn í vagningum sem hentar mjög vel á Íslandi.
  • Auðvelt og þægilegt að taka í sundur og skella í skottið. Stefnan er að fara til útlanda í september og við tökum kerruna alveg hiklaust með.
  • Innkaupagrindin undir vagninum er mjög rúmgóð og auðvelt að komast að henni.
  • Það fer mjög vel um Önnu Hrafnhildi í kerrunni þó hún sé að verða 3 ára og sé frekar löng.
  • Eitt af því sem ég virkilega elska við Wave er að það eru svo margir möguleikar í boði með kerru/vagnstykkin, hægt er að hafa kerruna að framan, hægt er að hafa hana fyrir aftan líka og  hægt að snúa barninu fram eða aftur. Set inn smá myndskeið af því hvernig hægt er að nota vagninn.

Við erum alveg ótrúlega ánægð með vagninn og ég get alveg hiklaust mælt með honum. Ef ég hefði vitað af honum þegar ég átti Önnu Hrafnhildi hefði ég hiklaust valið hann. Við völdum litinn Sable sem mér finnst alveg ofsalega fallegur og tímalaus.

 

Silver Cross Wave fæst  í Dóttir og son, Móðurást og I am happy

 

Þið getið fylgst með mér á snappinu:

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.