Samvera í desember – með Name it

Samvera í desember – með Name it

Í byrjun árs var Name it með herferð sem hét Unplug & play og hvatti til samveru fjölskyldunnar. Núna fyrir jólin ætla þau að endurtaka leikinn og hafa gefið út bók sem heitir Hús Stellu frænku.

Frá mánudeginum 20. nóvember getur þú getur farið í verslanir Name it og sótt bókina FRÍTT fyrir ykkar fjölskyldu og farið heim að lesa.  

Bókinni er skipt upp í 25 kafla svo það er hægt að nota hana sem samverudagatal og njóta þess að lesa saman einn kafla (sem er ein opna í bókinni) á hverjum degi fram að jólum í desember. Þar sem kaflarnir eru 25 er náttúrulega æðislegt að eiga loka kaflann eftir á jóladag.

Reglulega í desember kemur svo varningur sem er tengdur ævintýrinu í verslanir Name it og hægt er að fara og nálgast þann varning í verslunum Name it og gera með því lesturinn ennþá skemtilegri. Það eru upplýsingar um varninginn inni í bókinni svo það ætti ekki að fara framhjá neinum sem er að lesa.

Bókin sjálf er ekkert smá falleg útlits og ekki skemmir það fyrir.

Ævintýri bókarinnar er ætlað allri fjölskyldunni og hérna er aðeins um söguþráðinn:

Emma og Kalli eiga að fara í pössun til Stellu frænku síðustu dagana fyrir jólin. Hún á heima úti í skógi, í stóru húsi sem er fullt af spennandi gripum alls staðar að úr heiminum. Börnin stíga inn í ævintýraheim þar sem ekkert er alveg eins og þau eiga að venjast. Hvaða erindi á litla músin sem er alltaf að skjóta upp kollinum? Og hvaða furðuvera er á sveimi inni í þéttri þokunni? Þora krakkarnir að fara til fundar við hana? Og hvernig geta þau fundið lykilinn mikilvæga, sem Stella frænka er alveg búin að gleyma hvar hún geymir? Ef lykillinn finnst ekki getur hún nefnilega ekki haldið alvöru jól í húsinu sínu. Hús Stellu frænku er bók til að lesa fyrir börnin og eiga notalega stund, slungna sprelli og töfrum.

Hérna er meira um bókina og höfundinn.

Svo má auðvitað geyma bókina vel og lesa hana aftur fyrir næstu jól og þar næstu jól og þar þar næstu jól…

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku