Róleg verslunarmannahelgi í paradís!

Róleg verslunarmannahelgi í paradís!

Við mæðgin skruppum til Flateyjar á Skjálfana yfir verslunarmannahelgina, eða réttara sagt fór sonur minn á fimmtudeginum með ömmu sinni og afa en ég mætti ekki fyrr en á laugardeginum eftir ótrúlega vel lukkað “mömmufrí”!

Fjölskyldan mín á hús á staðnum sem við erum svo heppin að fá að njóta og dagskráin yfir versló er alltaf flott 🙂 Í ár var það brenna og söngur ásamt balli í samkomuhúsinu þar sem allur aldur er velkominn og 3ja ára sonur minn hafði á orði rétt fyrir miðnætti á heimleið að það “væri sko mjög gaman á balli!”

Þar sem að sumarsælu færslan mín fékk mjög góðar undirtektir þá langar mig að deila nokkrum myndum frá helginni með ykkur 🙂

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.