RED VELVET

RED VELVET

Ein af mínum uppáhaldskökum er Red velvet. Hún er svo góð og svo órtúlega falleg á borði. Ég gerði ansi margar uppskriftir áður en ég fann þessa og þessi er svo lang best. Mæli með að þið prófið.

2 1/2 bolli hveiti
2 bolli sykur
1 msk. kakó
1 tsk. salt
1 tsk. matarsódi
2 stk. egg
1 1/2 bolli olía
1 bolli súrmjólk
1 msk. edik
1 tsk. vanilludropar
Rauður matarlitur

1. Þurrefnin hrærð saman.
2. Súrmjólk, olía, edik, egg og vanilludopar hrært saman við.
3. Að lokum er rauðum matarlit hrært saman við þar til degið verður fallega rautt.
4. Bakað við 175 gráður í ca. 20 mín.

Rjómaostakrem:

250gr. rjómaostur
220gr. smjör
6 bollar flórsykur
1 tsk. vanilludropar

1. Smjör og flórsykur þeytt saman þar til verður ljóst og létt.
2.Rjómaosti og vanillu hrært saman við, passa verður að hræra ekki of lengi því þá skilur kremið sig.

Mér finnst best að frysta botnana áður en ég set kremið á kökuna, þá eru minni líku að það molni úr henni í kremið.


Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.