Pottabrauð

Pottabrauð

Síðan ég eignaðist járnpottinn minn hef ég mjög oft gert þetta ofur einfalda brauð. Til þess að baka það þarf að eiga járnpott sem þolir það að fara í ofn. Svona potta er m.a. hægt að fá í Ikea. Uppskriftin er mjög einföld en deigið þarf að hefast í 12-18 klst. Það er því fullkomið að hræra í eitt stykki brauð fyrir svefninn!

img_6457a

Pottabrauð

3 bollar hveiti

1 ¼ tsk salt

¼ tsk þurrger

1 ½ bolli + 2 msk volgt  vatn

(+2 tsk krydd að eigin vali, t.d. hvítlaukskrydd, pizzakrydd, paprika…)

Þurrefnunum er hrært saman með sleikju og svo vatninu bætt saman við. Deigið getur verið nokkuð blautt og því er best að hafa það bara í skálinni og reyna að hnoða það aðeins saman með því að þrýsta á það með höndunum. Að lokum er plastfilma sett yfir skálina og hún geymd við stofuhita í 12-18 klst. Tilvalið að græja þetta fyrir svefninn og leyfa brauðinu að hefast yfir nótt.

img_6452

Hellið svo deiginu á hveitistráð borð og brjótið það saman nokkrum sinnum (ekki hnoða það of mikið). Setjið ofnpott með loki inn í ofn og hitið hann upp í 230°C. Þegar potturinn er orðinn heitur er brauðið sett í hann og bakað í 30 mínútur. Að lokum er lokið tekið af í 5-10 mínútur – allt eftir því hversu dökkt þú villt hafa það.

Þessi uppskrift er nokkurskonar grunnuppskrift og má auðveldlega breyta henni eftir hentugleika. T.d. er mjög gott að setja sólþurrkaða tómata, ólífur og hvítlauk.

14632979_10211174788304670_3255155065553971427_n

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.