Persónuleg og falleg afmæliskaka frá dóttur til pabba

Persónuleg og falleg afmæliskaka frá dóttur til pabba

Nú átti Atli afmæli í síðustu viku og var ég því lengi að hugsa um hvernig köku ég ætti að gera fyrir hann.  Þar sem kökur eru það sem ég vinn við langaði mig að gera eitthvað flott handa honum en jafnframt persónulegt líka. Eftir mikla íhugun ákvað ég að leyfa Önnu Hrafnhildi að gera köku handa pabba sínum, eða að skreyta hana að minnsta kosti. Kökuna gerði ég upp í Sætum syndum þar sem ég vinn,  súkkulaðibotnar með saltkaramellu og smjörkremi. Alveg himnesk!

Ég kom með kökuna heim daginn fyrir afmælisdaginn og leyfði Önnu að mála á hana með matarlitum eins og hún vildi. Hún elskar að fá að mála og lita og fannst þetta því alls ekki leiðinlegt. Hún var mjög ánægð með sig þegar hún var búin og enn ánægðari þegar hún sýndi pabba sínum hana. Hún var svo stolt af kökunni sinni að það bræddi foreldrana auðvitað upp úr skónum.

Það er svo gaman að leyfa börnunum að taka þátt í öllu mögulegu, hvort sem það er föndur, eldamennska, bakstu eða þrif. Þau verða svo ánægð með sig og maður sér hversu mikið það eykur sjálfstraustið hjá þeim. Svo er þetta líka notaleg stund fyrir foreldrana.

Pabbinn fékk líka smá pakka með í stíl við kökuna 🙂


Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.