Páskaegg – án súkkulaði

Páskaegg – án súkkulaði

Dóttir mín verður 2 ára í sumar. Okkur hefur ennþá tekist að halda henni frá súkkulaði því við erum sammála um að vera ekki að bjóða henni óhollustu þegar hún hefur ekki vit á því að biðja um hana sjálf.

Í ár verður fyrsta skiptið sem hún fær páskaegg og við ætlum að velja egg sem hentar henni. Þess vegna verður páskaeggið hennar úr pappa og við ætlum að setja lítinn glaðning inní það.

Eftir að hafa farið í ótal hringi með hvað innihaldið í egginu ætti að vera hætti ég að ofhugsa hlutina og hélt þessu í lágmarki. Inn í eggið setti ég rúsínupakka og “fyrstu nærbuxurnar” hennar. (Við ætlum nefnilega fljótlega að fara að prófa að sleppa bleyjunni). Ég er að íhuga að bæta nokkrum saltstöngum inní það en ætla að láta það ráðast þegar nær dregur.

Við keyptum pappaeggið í Hagkaup og það er svona “medium” að stærð, það er hægt að kaupa “small” egg í Tiger og “large” egg í Fjarðarkaup. Svo veit ég að það fást líka pappaegg í Rúmfatalagernum og Söstrene Grene.

Svo er hægt að nota þessi pappaegg ár eftir ár, bæði sem páskaegg og sem páskaskraut.

Gleðilega páska!

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku