Páska gulrótarbollakökur

Páska gulrótarbollakökur

Ég skellti í þessar guðdómlega góðu gulrótar bollakökur í vikunni. Það er ekkert grín hvað þær eru góðar. Mæli með að þið prófið að skella í þessar!

Gulrótarbollakökur:
300gr. Púðusykur
3 stk. Egg
300ml. Olía (grænmetis)
300 gr. Kornax hveiti
1 tsk. Matarsódi
1 tsk. Lyftiduft
1 tsk. Kanill
1/2 tsk. Engifer
1/2 tsk. Salt
1/2 Vanilludropar
300gr. Gulrætur
100gr. Pekanhnetur

Aðferð:
1. Púðusykur, egg og olía hrærð saman.
2. Þurrefnum varlega hrært samanvið.
3. Gulrætur og pekanhnetur saxaðar, mér finnst best að nota matvinnsulvél og nota þessa hér.
4. Gulrótum og pekanhnetum hrært saman við deigið.
5. Bakað við 170° í 18-20 mínútur

Ég ég virkilega ánægð með þessa matvinnsluvél frá Kitchen Aid, get svo sannrlega mælt með henni. Virkilega öflug og tekur ekki mikið pláss í eldhúsinu sem er stór kostur.

Rjómaostakrem:
350gr. Smjör
350gr. Flórsykur
250gr. Rjómaostur
1tsk. Vanilludropar

Aðferð:
1. Smjör þeytt þar til það verður ljóst og létt.
2. Flórsykri bætt saman við og þeytt í nokkrar mínútur.
3. Vanilludropum og rjómaosti hrært saman við. ( passa að hræra ekki of lengi svo rjómaosturinn skilji sig ekki)
4. Kreminu sprautað á bollakökurnar.

Þið getið fylgst með bakstrinum hjá mér á Instagram: sylviahaukdal

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.