Pabbastelpa!

Pabbastelpa!

Dóttir okkar er og hefur alltaf verið alveg afskaplega háð pabba sínum. Það er margt sem hún vill frekar að hann geri fyrir hana heldur en ég. Þegar hann fer út án okkar verður hún yfirleitt mjög sár og grætur eftir honum en þegar ég fer þá kyssir hún mig bless og er nákvæmlega sama.

Til að byrja með tók ég þetta gríðarlega mikið inn á mig!

Ég er mamma hennar

Ég gekk með hana

Ég fæddi hana

Ég gaf henni brjóst

Ég var heima með hana í tæpt ár í fæðingarorlofi!

Ætti ég, og bara ég, ekki að vera uppáhalds manneskjan hennar í öllum heiminum?

Því betur bar mér gæfa snemma til þess að átta mig á að þetta er ekkert persónulegt gagnvart mér. Ég er frábær mamma og við erum nánar mæðgur. En pabbi hennar er líka dásamlegur pabbi og þetta einstaka samband þeirra á milli er frábært.

Þetta er ekki keppni og mér stendur engin ógn af að þeirra nánu tengslum!

Áfram pabbar og til hamingju með daginn.

ynjur-undirskrift

Facebook Comments
Sólveig Ása Arnarsdóttir

Sólveig Ása er fædd, uppalin og búsett á Húsavík ásamt unnusta sínum Davíð Þórólfssyni og dóttir þeirra Kristínu Hebu , fædd í apríl 2014. Í september 2015 fjárfestu þau í íbúð sem hefur síðan þá verið rifin niður í fokhelt og vinna þau nú hörðum höndum að því að byggja upp drauma heimilið. Hennar helstu áhugamál eru uppeldi ,heimili og hönnun og ferðalög til fjarlægra landa.