Ótrúlega auðveldur salsa kjúklingaréttur

Ótrúlega auðveldur salsa kjúklingaréttur

[ninja-popup id=2016]Þessi kjúklingaréttur klikkar aldrei, hann er svo auðveldur og þæginlegt að henda í hann þegar lítill tími gefst í eldamennskuna.

Hér kemur uppskriftin: 

4 kjúklingabringur
1 krukka salsasósa
1 krukka ostasósa
Ostur
Doritos (appelsínugult)
Salt og pipar

1. Kjúklingabringur skornar í teninga og steiktar á pönnu. Kryddaðar með salti og pipar.
2.Í eldfast mót er 1 krukku af ostasósu smurt neðst í mótið.
3.Kjúklingurinn settur í mótið og salsasósan sett yfir.
4.  Rifinn ostur stráður yfir.
5. Bakað við 200 gráður í 15-20 mín. Þegar nokkrar mínútur eru í það að rétturinn sé tilbúin er gott að setja doritos yfir réttinn þar til hann klárar að eldast.

Gott er að bera réttinn fram með soðnum hrísgrjónum og salati.

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.