Ostasalat – uppskrift

Ostasalat – uppskrift

Ostasalat er löngu orðinn klassískur réttur í mínum huga. Þetta er ótrúlega einfalt í “matreiðslu” og klikkar aldrei, hvort sem það er saumaklúbbur eða afmæli þá slær salatið alltaf í gegn.

Ég var með saumaklúbb í vikunni og skellti í salat, svo mér datt í hug að taka myndir og deila með ykkur uppskrift.

1 rauð paprika
1/2 púrrulaukur
Vínber eftir smekk
1 dós sýrður rjómi
2 matskeiðar mayonnaise (má sleppa)
1 mexico ostur
1 hvítlauks ostur
(fleiri ostar eftir smekk, td. piparostur)

Allt er þetta skorið smátt og hrært saman svo úr verður gómsætt ostasalat.

Salatið er svo gott að bera fram með Ritz kexi, Tuc kexi eða jafnvel snittubrauði.

Verði ykkur að góðu!

 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku