Óskalistinn fyrir áramótin

Óskalistinn fyrir áramótin

ATH! Þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt.

 

Ég elska áramótin, allir þessi flugeldar, allt þetta glimmer! Þarf ég nokkuð að segja meira? Þannig mér datt í hug að setja inn lista yfir það sem er á mínum óskalista fyrir áramótin.

Augnskuggi: 
Ég fékk þessa augnskugga pallettu í jólagjöf, hún er svo guðdómlega falleg. Þetta glimmer tryllir mig! Ég þarf smá meiri æfingu með það en ég hef nokkra daga fram að gamlárs til að mastera þetta án þess að verða eins og jólakúla í framan.
Glimmer:
Áramótin eru tíminn sem að það er algjörlega nauðsynlegt að fara over the top með glimmeri, ég hef rekist á nokkur sem mér finnst alveg dásamleg!
Kjóll:
Ég verð að viðurkenna að mig langar mikið að kíkja og máta þennan, hann er svo fallegur! Ég er bara ekki alveg viss um að hann komist utan um belgin á mér þessa stundina, en það er aldrei að vita.
Augnhár:
Ég á nokkur augnhár frá KOKO og elska þau, þessi eru efst á lista fyrir áramótin.

Varalitur:
Ég á tvo Amore Matte varaliti frá Milani og mér finnst þeir æðislegir. Þessi litur finnst mér einstaklega flottur!

-DIVA augnskugga pallettan fæst í Deisymakeup

-Glimmerið og augnhárin frá KOKO fást í Fotia
-Kjóllinn fæst í MTK

-Varaliturinn frá MILANI fæst á Haustfjörð.is

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.