Óskalisti: Skincare!

Óskalisti: Skincare!

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt

Ég elska að hugsa um húðina á mér og prófa nýjar vörur!
Íslenskar verslanir eru ótrúlega duglegar að taka inn ný og spennandi merki og það léttir manni lífið að þurfa ekki að panta erlendis frá.
Hér að neðan er smá óskalisti frá mér, allt vörur sem fást hér á landi 🙂

 

Real Techniques hreinsisvampur
Ég er mjög forvitin um þessa vöru, hvort og hvernig hún virkar! Þær sem ég hef séð prófa eru að nota hann aftur og aftur, það ætti að gefa eitthvað merki um gæðin. Svampurinn djúphreinsar húðina og nær að hreinsa óhreinindi betur en ef maður notar einungis hendurnar og má nota hann með hvaða hreinsivörum sem er!

Jalue- Ice therapy
Þetta sett fæst hjá Fotia og á að draga úr þrota, minnka húðholur, róa og þétta húðina! Allt eiginleikar sem ég elska í húðvörum! Vörurnar í settinu á að nota daglega og dugar innihaldið í amk viku. Andlitsbað á hverjum degi í viku hljómar ekki illa!

First aid beauty- Facial radiance peel
Þetta hefur mig langað til að prófa í marga mánuði en aldrei látið verða af! Djúphreinsir án korna með sýrum sem að sjúga út óhreinindi húðar, slétta yfirborð hennar og mýkja ásamt því að húðin fær meira ljóma og jafnari lit.
Maskinn fæst HÉR
Evolve- merkið í heild sinni!
Ég fylgist með Make up store á Snapchat og síðan þær fengu þetta merki til sín hefur mig dauðlangað til að prófa. Þessar þrjár vörur fyrir andlit vöktu mesta athygli mína!
Evolve- Gentle Cleansing Melt
Evolve- Liquid Crystal Micellic Water
Evolve- Radiant Glow Mask
Vörurnar fást HÉR

 

Manuka Doctor- 24K Gold and Manuka Honey augnolía
Ég á andlitshreinsi frá þessu merki sem ég nota mjög mikið ásamt andlitsolíu (sem þið VERÐIÐ að prófa, þessi hér!) og næst á listanum frá merkinu er þessi augnolía, ég verð oft mjög þurr í kringum augun og sérstaklega undir augunum! Olían fæst HÉR

S5- The Renew Collection
Önnur nýjung í Make Up Store!
Ég þrái að prófa þetta sett frá merkinu sem inniheldur hreinsi,serum og krem sem draga úr öldrun húðar. Merkið má skoða betur HÉR

Fyrir utan þessar vörur eru ansi margar sem eru komnar á listann yfir þær sem ég þarf að prófa 🙂

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.