Á óskalistanum: Vacht Van Vilt teppi

Á óskalistanum: Vacht Van Vilt teppi

Færslan er ekki kostuð

Teppi í þessum stíl hafa verið á óskalistanum mínum mjöööög lengi og eru loksins komin í sölu á Íslandi!

Ég var með háleit markmið að gera mér svona teppi sjálf (mjög miklir draumórar) og var komin með bæði leiðbeiningar og vefsíður sem selja heppilega vefnaðarvörur í slík teppi.

Teppin eru undir merki Vacht Van Vilt og er hvert teppi einstakt, þau eru handgerð og merkt með númeri svo að engin tvö eru eins.Teppin eru úr ull sem framleiðendur kaupa beint frá bónda og einungis frá stöðum þar sem dýrin fá að lifa frjálst.

Á Íslandi fást teppin HÉR, í versluninni Kreo!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.