Origins: Hvaða maski hentar þér?

Origins: Hvaða maski hentar þér?
Þau ykkar sem hafið eitthvað lesið eftir mig eða fylgst með mér vitið hvað ég er maskasjúk, ég elska engar snyrtivörur meira en góða maska og nota þá nánast daglega!

Ég var svo heppin að fá fjóra mismunandi maska frá Origins til að prófa, þeir eru hver öðrum betri og skemmtilegri og mig langar að segja ykkur betur frá þeim með von um að þið finnið ykkar maska eða jafnvel maska-kombó!

Ég er sjálf með þurra húð og frekar viðkvæma sem þýðir að hún verður auðveldlega ert, þolir alls ekki miklar veðurbreytingar og ég fæ jafnvel exem þegar verst lætur. Ég get notað alla fjóra maskana sem ég fékk, gríp auðvitað mismikið í þá en allir hafa sína eiginleika og virkni.

Out of trouble, maski sem hentar best þeim sem eru með olíumikla og glansandi húð. Maskinn inniheldur …… sem sýgur upp umfram olíu án þess að þurrka húðina og þéttir húðholurnar. Þennan maska er upplagt að nota staðbundið á þau svæði sem að olíuframleiðslan er mest, oftast T-svæðið (enni-nef-haka) og maskann má nota eins oft og þurfa þykir. Maskinn inniheldur sink og kísil sem dregur í sig olíu húðar.

Out of trouble

Clear improvement er hinn fullkomni hreinsimaski. Hann inniheldur virk kol sem hreinsa burt öll óhreinindi húðar og skilur húðina eftir tandurhreina. Maskinn hentar öllum húðgerðum, er fullkominn á undan Out of trouble fyrir feita húðgerð og á undan rakamaska fyrir þurra húðgerð. Maskinn inniheldur bambus kol og hvítann leir.

Clear Improvment

Drink up! Þetta er hands down einn af bestu rakamöskum sem ég hef prófað. Þessi er 10 mínútna útgáfan af Drink up intense og á þessum örfáu mínútum verður húðin ótrúlega mjúk og fyllri ef ég get orðað það þannig. Þennan nota ég oft marga daga í röð í staðin fyrir næturkrem og leyfi honum bara að vera á mér yfir nótt. Þessi er fullkominn á eftir Clear improvement og/eða Out of trouble! Maskinn inniheldur ferskjur og hyaluronic sýru sem gefur fullkominn raka.

Drink up!

Ginzing peel off maskinn frískar uppá “dull” húð ásamt því að þétta húðholur og fjarlægja allra þrjóskustu dauðu húðfrumurnar. Maskinn virkar á 10 mínútum og fullkomið mið-skref á góðu maskakvöldi. Maskinn hentar öllum húðgerðum nema þeim allra viðkvæmustu þar sem peel-off maskar espa húðina aðeins upp og fyrir viðkvæmar er nauðsynlegt að setja róandi/rakamaska eftir þennan. Ég nota þennan minnst sjálf en á uþb 2ja vikna fresti skelli ég honum á mig fyrir þetta extra! Maskinn inniheldur sítrónu,appelsínu og koffín sem gefur allt húðinni aukna orku.

Merkið býður að sjálfsögðu uppá mun fleiri maska heldur en þessa fjóra fyrir allt aldursbil og húðgerðir! Mæli með að skoða þá alla áður en valið er til að tryggja réttann maska fyrir þína húðgerð.

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.