Oreo-ostakaka

Oreo-ostakaka

Ég á afmæli í dag og bauð mínum nánustu í kaffi.

Ég bauð meðal annars upp á þessa stórgóðu oreo ostaköku sem krefst lágmarks undirbúnings og klikkar aldrei.

Oreo-ostakaka

  • 1 pakki Royal vanillubúðingur
  • 1 bolli mjólk
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 peli rjómi (2,5 dl.)
  • 200 g rjómaostur
  • 1 bolli flórsykur
  • 2 kassar oreo kexkökur (ég tók 4 kex frá og notaði sem skraut)

Þeytið saman búðingsduftið, mjólkina og vanilludropana og setjið í ískáp í 5 mínútur.

-Hrærið saman flórsykri og rjómaosti í annari skál.

-Þeytið rjómann.

Blandið þessu öllu saman í eina skál.

Myljið oreokexið í duft (ég setti kexið í blandarann)

Setjið til skiptist í skál oreokex og ostakökublönduna, endið á kexinu. Geymið í frysti og takið út 1,5 klst. áður en kakan er borin fram.

Ég hef gert þessa köku nokkrum sinnum en aldrei skrifað hjá mér nákvæma uppskrift en studdist við uppskrift frá ljúfmeti.com

Facebook Comments
Sólveig Ása Arnarsdóttir

Sólveig Ása er fædd, uppalin og búsett á Húsavík ásamt unnusta sínum Davíð Þórólfssyni og dóttir þeirra Kristínu Hebu , fædd í apríl 2014. Í september 2015 fjárfestu þau í íbúð sem hefur síðan þá verið rifin niður í fokhelt og vinna þau nú hörðum höndum að því að byggja upp drauma heimilið. Hennar helstu áhugamál eru uppeldi ,heimili og hönnun og ferðalög til fjarlægra landa.