Omnom vatnsdeigsbollur

Omnom vatnsdeigsbollur

Þar sem það styttist í bolludaginn ákvað ég að skella í nokkrar bollur.Þessar bollur eru alveg sjúklega góðar enda fylltar með súkkulaðirjóma með Milk of Madagascar súkkulaði frá Omnom. Ég ætla að deila með ykkur uppskrift og mæli hiklaust með að þið prófið þessar.

Vatnsdeigsbollur:
3 stk. Egg
300 ml. Vatn
3 dl. Kornax hveiti
150gr. Smjör

Aðferð:
1. Vatn og smjör sett í pott..
2. Potturinn tekinn af hitanum þegar byrjar að sjóða og hveiti hrært saman við þar til degið hættir að festast í hliðunum á pottinum.
3. Degið sett í skál og hrært þar til það kólnar.
4. Eggjunum hrært smá saman við og degið síðan sett í sprautupoka.
5. Bollum sprautað á bökunarpappír og svo bakað við 175° í ca.20 mín (fer eftir stærð á bollunum). ATH!! Alls ekki opna ofninn fyrr en bollurnar eru teknar úr ofninum.

Milk of Madagascar – Omnom ganache
120gr. Milk of Madagascar-Omnom súkkulaði
70gr. Rjómi

Aðferð:
1. Súkkulaði saxað niður.
2.Rjómi hitaður upp að suðu og hellt yfir súkkulaðið.
3. Hrært vel saman og leyft að standa þar til kólnar aðeins.
4. Bollunum dýft ofaní.


Súkkulaðirjómi:

250ml. Rjómi (þeyttur)
Milk of Madagascar – Omnom súkkulaði ganache

1. Rjómi þeyttur ( passa að stífþeyta hann ekki alveg)
2. Restin af Omnom súkkulaði ganache-inu hrært varlega saman við.
3. Rjóminn settur í sprautupoka.
4. Lítil göt gerð undir bollurnar og rjómanum sprautað inní.
5. Omnom Krunch mulið niður og stráð yfir bollurnar.Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.