Olifa- Dásemdir ólífuolíunnar!

Olifa- Dásemdir ólífuolíunnar!

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt

Það eru eflaust allir komnir um borð í ólífuolíuvagninn og undir áhrifum Ásu Regins þegar það kemur að því að setja ólífuolíu yfir allan mat, vonandi!
Ef ekki langar mig að tala aðeins um heilsusamleg áhrif ólífuolíunnar og ástæðurnar fyrir því að allir ættu að leggja frá sér sósuausuna og taka upp olíuflöskuna.

Númer 1,2 og 3 þá þarf olían sem þú velur að vera kaldpressuð jómfrúarolía sem þýðir að isio 4 og hvað þær allar heita, þessar í glæru plastdunkunum gilda ekki þegar ég tala um heilsusamleg áhrif olía.
Gæði olíunnar skiptir öllu máli til að varðveita td E-vítamínið sem olían inniheldur.

Heilsusamleg áhrif ólífuolíunnar:
– Inniheldur mikið magn andoxunarefna, K og E vítamín. E-vítamín er þekkt fyrir virkni sína á húðina og oft lykilinnihaldsefni í húðvörum sem eiga að draga úr öldrun húðar og er undraefni á ör/sár.
– Hefur jákvæð áhrif á stirrða liði
– Inniheldur mettaðar-, einómettaðar- og fjölómettaðar fitusýrur
– Talin slá á sykurþörf og lækka blóðsykur

 

Oliva ólífuolíurnar sem ég nota eru ótrúlega bragðgóðar, Puglia olían er fyrir þá vanari en hún er mjög bragðmikil og hentar sérstaklega vel í staðin fyrir sósu með mat á meðan Bio olían er bragðminni, fullkomin fyrir þá sem eru að prófa sig áfram með að minnka sósur/dressingar og þegar á að ofnbaka grænmeti/mat.
Ég keypti mínar olíur í Fiskkompaní á Akureyri en þær fást í völdum Krónu verslunum og versluninni Systur & Makar.
HÉR má lesa meira um þessar olíur sem ég hef verið að nota.

 

Ég hvet ykkur eindregið til að prófa þessar gæðaolíur eða aðrar hágæðaolíur og finna muninn á þeim og þessum í plastbrúsunum í matvöruversluninni!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.