Október og nóvember uppáhalds!

Október og nóvember uppáhalds!

Stjörnumerktar vörur fékk höfundur að gjöf óháð umfjöllun

 

Ég elska að skoða “uppáhalds” blogg hjá öðrum og hef mjög oft uppgötvað vörur/þjónustu í slíkum færslum og vona að ég geti haft sömu áhrif.
Ég er með þurra húðgerð og viðkvæma. Ég roðna of hitna í húðinni, finn fyrir pirringi og fæ þurrkubletti. Þessar vörur hafa verið þær sem ég hef oftast gripið núna í þessu ástandi og ég er að verða búin að ná nokkuð góðu jafnvægi á húðina.
Ég nota aðrar vörur með og ef ykkur langar að fylgjast betur með húðdekrinum mínu þá sýni ég oft frá því á Instagraminu mínu sem þið sjáið hér til hliðar!

 

1. Loréal Nutri gold andlitskrem. Þetta krem greip ég með mér á afsláttardögum í Lyfju ásamt skrúbbinum og andlitsolíu. Kremið er ótrúlega mjúkt, fer fljótt inní húðina og ilmurinn er mildur. Ekki skemmir fyrir að verðið á kreminu var hlægilegt! Ég nota kremið meira á kvöldin og set oft nokkra dropa af olíunni útí.

2. Glamglow Youthmud andlitsmaski*. Mjög öflugur maski sem rífur hressilega í! Ég keypti mér 100ml túpu og hún er að klárast sem segir allt sem segja þarf. Mín viðkvæma húð þolir að hafa maskann á í nokkrar mínútur en það dugir vel til, ótrúlega mjúk og hrein húð ásamt því að hún virkar stinnari.

3. Loréal Smooth sugars nourish scrub andlitsskrúbbur. Ég ELSKA þennan! Skrúbburinn inniheldur kakósmjör sem hreinlega bráðnar á húðinni og gerir það að verkum að húðin fær næringu um leið og hún er djúphreinsuð! Ég nota hann í hverri viku og mun pottþett kaupa hann aftur.

4. Biotherm Body Sculpter líkamskrem*. Ég fékk þennan upphaflega að gjöf og er núna á túpu númer 3! Gelkennd krem sem inniheldur m.a. koffín sem þéttir húðina og vinnur á appelsínuhúð. Það sem mér finnst best við vöruna er að hún er kælandi og inniheldur magnesium, frábært eftir sturtu/bað eftir erfiða æfingu á þreytta vöðva. Mæli hiklaust með!

5. Clinique Pep Start 2 in 1 exfoliating andlitshreinsir. Þennan greip ég með mér í fríhöfninni í sumar á leið erlendis og sé ekki eftir því. Hreinsirinn inniheldur lítil korn en er þó nógu mildur til að nota daglega. Ilmurinn er ferskur og hreinsirinn er gelkenndur en freyðir vel þegar hann er bleyttur með vatni, fullkominn í sturtuna! Ég hef líka prófað augnkremið í sömu línu og elska það.

6. Urban Decay Naked Cherry augnskuggapalletta. VÁ! Ég á bara þetta eina orð yfir hana. Ótrúlega fallegir litir, aðeins út fyrir hið hefðbundna nude sem hefur verið allsráðandi og ég hef nánast eingöngu notað hana undanfarið (þarf að sýna ykkur fallega förðun með pallettunni!).

7. Mádara Daily Defense andlitskrem. Ég ætti eiginlega að gera sér færslu um þetta krem! Þetta virkar eins og kuldakrem og ver húðina fyrir áreiti, það er mjög þykkt en fer vel inní húðina og ilmurinn af því er mildur. Kremið er vottað með Ecocert og ég nota það hiklaust á tæplega 5ára barnið mitt áður en hann fer á leikskólann þegar kalt er úti. Verðið er líka ótrúlega gott sem er aldrei verra. Mæli með að þið kíkið á þetta krem ef þið eruð að leita að góðu kuldakremi fyrir fjölskylduna.
Fæst HÉR.

8. Maria Nila Volume sprey. Ég er með fíngert hár en alveg ofboðslega mikið af hári, það er rennislétt og mjög þungt. Ég er búin að nota þetta sprey nokkrum sinnum og er eiginlega alveg amazed á því hversu vel það lyftir á mér hárinu! Ég spreyja því í hárið fyrir blástur og fæ mikla lyftingu. Ég nota lyftingarsjampó líka en byrjaði á því áður svo að spreyið er klárlega að virka mjög vel og ég verð að taka það fram hversu fáránlega góð lykt er af því líka!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.