Ókeypis bækur fyrir barnið þitt…

Ókeypis bækur fyrir barnið þitt…

Vissir þú að barnið þitt getur fengið ókeypis bókasafnskort?
Frá fæðingu og til 18 ára aldurs getur barnið þitt fengið ókeypis bókasafnskort og með því fengið lánaðar allar bækur sem hugurinn girnist, ásamt geisladiskum og DVD myndum.

Við lesum rosalega mikið fyrir dóttur okkar, lesum amk. eina bók fyrir svefninn öll kvöld. Þrátt fyrir að hún eigi ágætis úrval að barnabókum þá erum við foreldrarnir orðin ansi þreytt á mörgum þeirra og gaman að fá smá tilbreytingu í úrvalið á heimilinu.

Fyrir utan bókaúrvalið sem er á bókasafninu þá eru flest bókasöfn með barnahorn og sum hver með dagskrá eins og td. söng með yngstu börnunum, sögustund á náttfötunum, föndur og margt fleira.

Okkur finnst rosa gaman að kíkja á bókasafnið og höfum verið dugleg að gera það síðan við mæðgur vorum saman í fæðingarorlofinu. Við förum yfirleitt á Borgarbókasafnið í Tryggvagötu og þar er sérstakt horn fyrir yngri börn þar sem er sófi fyrir fullorðna, hilla með harðspjalda bókum, nokkur leikföng og hlið svo börnin eru á öruggu svæði.
Þegar börnin eru svo orðin aðeins eldri eru líka púsl, aðstaða til að teikna, tefla og svo er búningaherbergi.

Ég mæli rosa með því að kíkja á bókasafnið og krækja sér í kort fyrir barnið sitt.

Lestur er svo rosalega mikilvægur fyrir öll börn.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku