Nýtt & fínt – VILA

Nýtt & fínt – VILA

Þótt að veðrið úti bendi ekki beint til þess að það sé að koma sumar þá er svo sannarlega kominn vor- og sumarhugur í mig. Vorið er örugglega uppáhalds árstíminn minn enda fædd að vori til og svo er bara eitthvað svo dásamlegt þegar það fer að hlýna í veðri – og eitt af því allra skemmtilegasta, að draga fram litríku sumarflíkurnar eftir veturinn.

Ég rakst á þessa skyrtu/cover-up í VILA og fannst hún vera kærkomin viðbót við fataskápinn fyrir sumarið.  Ég sé hana alveg ganga bæði sem spari og svo hversdags við gallabuxur og strigaskó eða sandala. Fallegust væri hún auðvitað á einhverri sólarströnd eða á gangi niður Römbluna í Barcelona. Hún lætur mig klárlega dreyma um gott og hlýtt sumar – sem ég vona svo sannarlega að við fáum.

Ég fékk mína í VILA Smáralind og kostaði hún 6.490 kr. Á myndinni er ég líka í allra uppáhalds buxunum mínum sem heita VILA Commit.

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.