Nýtt ár- Ný markmið!

Nýtt ár- Ný markmið!

Ég stend á tímamótum, sem er ekki eingöngu vegna þess að nýtt ár er gengið í garð, heldur aðallega vegna þess að núna í vikunni tók ég við nýju starfi sem er bæði krefjandi og þar er ég að feta ótroðnar slóðir og þarf virkilega að láta til mín taka og sanna mig!

Ég sagði í lok árs 2016 að þetta ár yrði ár “út fyrir rammann” markmiða og það virðist ætla að byrja með krafti!

Það sem af er ári og telur heila nítján daga hef ég sest í stól í nýju starfi hjá Norðursiglingu og skráð mig á þjálfaranámskeið í Crossfit!

Mér finnst gríðarlega mikilvægt að setja mér skrifleg markmið í svona aðstæðum, Tíminn flýgur frá manni og það er mjög oft erfitt að halda utan um allt, og hafi maður markmiðin sín ekki skrifuð niður þá gleymast þau frekar.

Hér er nokkur tips sem hafa nýst mér vel við markmiðasetningu!

  • Skrifa niður öll markmið á blað
  • Setja sér stórt lokamarkmið (eigi það við)
  • Setja sér vikuleg, mánaðarleg og jafnvel dagleg markmið sem miðast öll að því að komast nær stóra lokamarkmiðinu. Dæmi: Léttast um 5kg. 5kg eru þá lokamarkmiðið og mánaðarleg markmið gæti verið 1kg og daglegt markmið t.d. drekka meira vatn, borða morgunmat og fara að sofa kl 22.
  • Hafa gulrót! Þegar skammtímamarkmiðum er náð er nauðsynlegt að verðlauna sig fyrir vel “unnin störf”. Hafðu bara í huga að verðlaunin séu hæfileg og skemmi ekki fyrir lokamarkmiðinu 🙂 Dæmi: Ekki verðlauna þig með stóru súkkulaðistykki ef markmiðið er að grennast. Ef markmið var að drekka meira vatn að verðlauna sig með fallegum brúsa td 🙂
  • Hafa stuðning! Að hafa félaga sem veit af markmiðunum þínum og þú getur spjallað við um þau munar öllu.
  • Halda áfram þó að þú misstígir þig! Það mun alltaf gerast að einhver markmið náist ekki akkúrat nákvæmlega á þeirri dagsetningu sem þau eru sett og það er hluti af þessu öllu. Halda ótrauð áfram!
  • Hafðu markmiðin mælanleg og geranleg! Það er ekki hvetjandi að missa af mörgum markmiðum í röð og er vísbending um að þau séu of stór.

 

Hver eru ykkar markmið á nýju ári?

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.